Karfan er tóm.
Innköllun á takmörkuðum fjölda tengiltvinnbíla frá Volkswagen Group
Hekla fyrir hönd Volkswagen Group hefur hafið innköllun (93N4, 93N8 & 93O5) á takmörkuðum fjölda tengiltvinnbíla frá Volkswagen Group. Við gæðaeftirlit hjá Volkswagen Group kom í ljós að í hluta af framleiðslu tengiltvinnbíla á árunum 2020 til 2022 er ekki hægt að útiloka að öryggi fyrir háspennukerfi hafi verið framleitt með of litlu magni af slökkvisandi. Komi til skammhlaups í háspennu-kerfinu rýfur öryggið straumflæði eins og til er ætlast. Hins vegar geta í afar sjaldgæfum undantekningartilvikum, með samspili margra þátta, komið upp aðstæður sem geta leitt til eldhættu.
Búið er að senda bréf á eigendur bíla sem þetta á við um og einnig verður hringt í viðkomandi aðila á næstu dögum. Ef þú hefur ekki fengið bréf en villt athuga hvort að þessi innköllun á við um bílinn þinn þá getur þú sent fyrirspurn á hekla@hekla.is með bílnúmeri og tengiliðaupplýsingum og við munum skoða þetta fyrir þig og láta þig vita.
Ef þú hefur spurningar um tæknileg atriði tengd innkölluninni þá getur þú sent tölvupóst með spurningum á hekla@hekla.is ásamt tengiliðaupplýsingum og við munum svara þeim.