Karfan er tóm.
Íslandsmeistarar í Ökuleikni
21. september. 2015
Íslandsmeistarakeppnin í Ökuleikni fór fram um síðastliðna helgi. Það er Brautin bindindisfélag ökumanna sem stendur fyrir keppninni og er þetta í 37 sinn sem hún er haldin ...
Íslandsmeistarakeppnin í Ökuleikni fór fram um síðastliðna helgi. Það er Brautin bindindisfélag ökumanna sem stendur fyrir keppninni og er þetta í 37 sinn sem hún er haldin.
Í fólksbílakeppninni var ekið í gegnum brautirnar á Volkswagen bílum frá HEKLU og í þetta sinn voru þeir sjálfskiptir. Ástæðan var sú að beiðni þess efnis barst frá keppenda sem er í hjólastól og sú gerði sér svo lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í kvennariðlinum. Sú knáa heitir Hjördís Heiða Ásmundsdóttir en hún var að taka þátt í fyrsta skipti og var að vonum ánægð með árangurinn. Í karlaflokki landaði Sighvatur Jónsson sigrinum í sjöunda sinn en hann fór brautina á 397 sekúndum.
HEKLA óskar Hjördísi og Sighvati til hamingju með sigurinn.