Karfan er tóm.
Íslenska Sjávarútvegssýningin opnuð formlega í dag í Fífunni, Smáranum
02. október. 2008
HEKLA verður áberandi á Íslensku Sjávarútvegssýningunni sem verður opnuð formlega í dag. HEKLA verður áberandi á Íslensku Sjávarútvegssýningunni sem verður opnuð formlega í dag. HEKLA verður áberandi á Íslensku Sjávarútvegssýningunni sem verður opnuð formlega í dag.
Búið er að setja upp stórglæsilegan bás á besta stað þar sem tekið verður á móti gestum alla helgina. Bás HEKLU er frábrugðinn öllum öðrum básum, þar sem ákveðið var að taka sjávarþemað með trompi og er búið að setja upp bryggju með öllu tilheyrandi, t.d. sjóhúsi, bryggjupollum, netum, fiskikörum og auðvitað viðeigandi vinnuvélum og bílum.
Íslenska Sjávarútvegssýningin, sem venjulega gengur undir heitinu Icefish, er orðin einn þekktasti viðburðurinn í heimi sjávarútvegs á Íslandi. Þar má hverju sinni sjá allar helstu nýjungar á sviði sjávarútvegs og á HEKLA heima þar með sínar öflugu vinnuvélar og atvinnutæki.
HEKLA er með bás C20 á sýningunni.