Karfan er tóm.
Mitsubishi fagnar sumri!
Laugardaginn 27. apríl ætlar Mitsubishi að hylla komandi sumar með heljarinnar hátíðarhöldum sem haldin verða í Mitsubishi salnum Laugavegi 172 frá klukkan 12 til 16.
Veislustjóri er enginn annar en Gunni Helga, rithöfundur, leikari og veiðimaður. Boðið verður upp á stútfulla dagskrá þar sem veislutjórinn stjórnar skemmtilegum sumarleikjum fyrir unga sem aldna. Sex heppnir krakkar fá áritað eintak af nýjustu bók Gunna Helga, Barist í Barcelona. Einn af hápunktum dagsins verður svo bakkkeppni á hörkutólinu Mitsubishi L200 þar sem heiður og bikar eru að veði
Auk Gunna verða á svæðinu Vargurinn Snorri Rafnsson sem mætir á sérútbúna L200 Vargsbílnum sínum og kynnir hörkutilboð á L200. Sjónvarpsmaðurinn Eggert Skúlason úr Sporðaköstum kynnir þættina sína og segir veiðisögur.
Salurinn opnar klukkan 12.00 og honum verður skipt niður eftir áherslum. Þannig fagnar Mitsubishi leikjasumrinu með krökkum á öllum aldri þar sem Gunni Helga leiðir leiki og almenn skemmtilegheit og les upp úr nýjustu bókinni sinni. Þau börn sem taka þátt í laufléttri getraun geta átt möguleika á að vinna bókina en dregið verður úr potti á hálftíma fresti. Við hefjum veiðisumarið í sér rými þar sem Vargurinn og Eggert Skúlason ráða ríkjum og segja veiðisögur. Tilboð verður á veiðikortinu sem veitir leyfi til veiði í 34 vötnum allt í kringum landið. Veiðiflugur kynna íslenskan veiðibúnað og Baldur Hermannson fluguhnýtari verður á staðnum. Ferðalög og útivist leika aðalhlutverkið í stóra salnum okkar þar sem Outlander PHEV og útivistarbúnaður af öllu tagi koma saman frá Víkurvögnum, Útilífi, Erninum og Stillingu auk þess sem Ísorka kynnir hleðsluþjónustu sína við ferðalanga.
Ýmis tilboð verða á fjölhæfum bílum í ferðalagið ásamt viðlegu- og veiðibúnaði og allir krakkar fá sumargjafir og ís. Viðburðurinn stendur frá klukkan 12 til 16 og allir eru velkomnir.
Hlökkum til að sjá ykkur!