Karfan er tóm.
Mitsubishi frumsýnir ASX Compact
Mitsubishi Motors frumsýnir nútímajeppann ASX á bílasýningunni í Genf dagana 2. til 14. mars næstkomandi.
ASX er Evrópuútgáfa RVR sem fer í sölu á Japansmarkaði í febrúar á þessu ári. Þessi nýi nútímajeppi Mitsubishi er fimm manna bíll og verður kynntur í Evrópu um mitt þetta ár. Honum er ætlað að stækka enn frekar jeppamarkað Mitsubishi í álfunni og siglir í kjölfar Outlander, sem er stærri bíll og var nýlega endurhannaður fyrir Evrópu.
Evrópugerð bílsins verður fáanleg með nokkrum gerðum aflrása, þar á meðal nýrri 1,8 lítra dísilvél með forþjöppu sem uppfyllir viðmið sem gerð eru í nýjum Euro 5 staðli. Vélin er hönnuð í samvinnu MMC og Mitsubishi Heavy Industries. Hún státar af svonefndri "Automatic Stop & Go"-tækni sem drepur á vélinni þegar stöðvað er t.d. á rauðum umferðarljósum og stuðlar þannig að eldsneytissparnaði. Þessi tækni ásamt sex gíra beinskiptingu stuðla að því að ASX er einkar sparneytinn og umhverfismildur bíll.