Karfan er tóm.
Mitsubishi fyrstir til að fjöldaframleiða rafmagnsbíla
100 ára saga Mitsubishi er saga nýsköpunar. Í fimmtíu ár hefur fyrirtækið unnið að þróun rafbíla og Mitsubishi var fyrsti bílaframleiðandinn til að fjöldaframleiða rafbíla. Rannsóknar- og þróunarvinnan hófst árið 1966 og með henni var lagður grunnur að rafbílnum Mitsubishi i-MiEV sem kom á fyrirtækjamarkað í Japan árið 2009 og á almennan markað ári síðar. Þremur árum síðar var Outlander PHEV, sem gengur fyrir bæði rafmagni og bensíni, frumsýndur en hann var fyrsti tengiltvinnbíllinn í jeppaútfærslu. Hann sló samstundis í gegn og vann til fjölda verðlauna. Outlander PHEV hefur unnið hug og hjörtu Íslendinga og er mesti seldi tengiltvinnbíllinn á landinu, bæði í ár og 2016.
Leið Mitsubishi til rafvæðingar er vörðuð skemmtilegum hugmyndabílum sem lögðu grunn að farsæld fyrirtækisins í rafbílaframleiðslu. Einn þeirra, Mitsubishi FTO-EV var framleiddur árið 1998 og ári síðar komst hann í heimsmetabók Guinness þegar hann var fyrsti rafbíllinn til að aka 2000 kílómetra á einum sólarhring. Í tilefni 100 afmælis fyrirtækisins er ekki úr vegi að skoða aðeins þessa bíla sem áttu eftir að hafa mikil áhrif á þróun mála. Sjá myndir