Karfan er tóm.
Mitsubishi kynnir nýjan Compact Crossover
Grunnþætti bílsins má rekja til Concept-cX sýningarbílsins frá 2007 sem hlaut mikla eftirtekt á bílasýningum. Bíllinn er nýjasta afbrigðið sem er byggt á nýrri alþjóðlegri framleiðslulínu Mitsubishi fyrir millistærðarbíla ("Project Global').
Compact Crossover er mikilvægur bíll fyrir Mitsubishi og er ætlað að renna frekari stoðum undir þá stefnubreytingu fyrirtækisins að verða alhliða framleiðandi umhverfisvænna fólksbíla og fjórhjóladrifsbíla fremur en sérhæfður framleiðandi jeppa. Um leið viðheldur Mitsubishi jafnframt stöðu sinni og orðstír sem framleiðandi jeppa sem þekktir eru um allan heim.
Compact Crossover er götubíll og mun hann ásamt i-MiEV rafbílnum, með nýju útliti og nýstárlegri tækni, stuðla að nýrri ímynd Mitsubishi sem frumkvöðli í framleiðslu á umhverfisvænum bílum.
Frumsýning Crossover Compact í Evrópu verður á bílasýningunni í Genf næsta vor.