Fara í efni

Norðurlands-frumsýning

Næstkomandi laugardag blæs Bílasala Hölds ásamt Heklu hf. til bílasýningar milli klukkan 12.00 og 16.00. Hekla er eitt stærsta bílaumboð landsins og á sýningunni verður einstaklega fjölbreytt úrval margverðlaunaðra bíla frá Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi ...

Næstkomandi laugardag blæs Bílasala Hölds ásamt Heklu hf. til bílasýningar milli klukkan 12.00 og 16.00. Hekla er eitt stærsta bílaumboð landsins og á sýningunni verður einstaklega fjölbreytt úrval margverðlaunaðra bíla frá Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi. Segja má að þetta verði einstök Norðurlandsfrumsýning á bílum Heklu þar sem á staðnum verða einstakir og margverðlaunaðir bílar sem margir hverjir voru nýlega frumsýndir á bílasýningu fyrir sunnan.

Audi A3 e-tron er einn þeirra bíla sem verður á sýningunni. „Það er Audi A3 e-tron sem sameinar á nýjan hátt helstu kosti raf- og bensínbíla þar sem raforkan ein og sér dugar í flestar ferðir innanbæjar og sparneytin bensínvél kemur sér vel í lengri ferðum.“ segir Jóhann Ingi Magnússon, sölustjóri Audi.

Skoda Fabia verður kynntur um helgina. „Á sama tíma og við erum að sýna bílinn fyrir norðan verður kynning á honum fyrir sunnan. Við erum mjög spennt fyrir bílnum enda gríðarlega flottur og hefur fengið frábærar viðtökur. Hann verður fáanlegur með sparneytnum bensín- og dísil vélum auk þess sem hann býður upp á skemmtilegan tæknibúnað. Skoda Fabia verður einnig fáanlegur í combi-útfærslu með alvöru skottplássi.“ segir Valgeir Erlendsson, vörustjóri Skoda

Volkswagen California er gríðarlega vinsæll ferða- og húsbíll sem verður hjá Höldi um helgina. Hann hefur farið sigurför um heiminn undanfarin ár. „Það geta fjórir fullorðnir sofið í honum, hann er útbúinn með eldhúsi, tveimur gashelluborðum og ísskáp. Hann er líka með frábærlega hönnuðum innréttingum, markísu og innfelldum borðum. California er auðveldlega hægt að nýta allan ársins hring og hann getur vel nýst í daglegum akstri í stað jeppa,“ segir Ívar Þór Sigþórsson, sölustjóri Volkswagen atvinnubíla.

Hekla er leiðandi í fjölbreyttum aflgjöfum og býður upp á breiða línu af umhverfisvænum bílum. Þar má nefna rafmagnsbílana VW e-up! og VW e-Golf, Audi A3 e-tron og Mitsubishi Outlander PHEV sem ganga fyrir bæði rafmagni og bensíni og metan-og bensínbílinn Skoda Octavia G-Tec. Þetta stórkostlega úrval er lýsandi dæmi um þá rafmögnuðu framtíð sem er í kortunum hjá Heklu.

Bílasala Hölds er að Þórsstígi 2, Akureyri og verður opið, laugardaginn 30. maí, frá klukkan 12-16.