Karfan er tóm.
Ný ímynd Volkswagen
Við tilefni frumsýningar nýrrar framtíðar Volkswagen kynnti Volkswagen nýja ímynd til leiks: „2019 er ár „New Volkswagen“. Umfangsmikil endurskoðun á vörumerkinu er rökrétt afleiðing áherslubreytingarinnar. Nýir tímar hafa í för með sér nýtt upphaf vörumerkisins,“ segir Jürgen Stackmann, stjórnarmaður í sölustjórn Volkswagen-fólksbíla. Endurhönnun vörumerkisins hefur í för með sér stórkostlegt tækifæri til þess að skapa nýtt og sterkt vörumerki í hugum viðskiptavina. Með „New Volkswagen“ er stigið inn í nýja veröld Volkswagen, þar sem tækni og nettenging gerir samskipti við viðskiptavininn gagnadrifin, persónulegri og miklu sérhæfðari. Myndmáli, einkennum fyrirtækisins og samskiptastíl hefur verið breytt í anda nýja vörumerkisins.
Fyrsta bílategundin, ID.3, sem heyrir undir New Volkswagen og nýju vörumerkjahönnunina verður kynnt á IAA-bílasýningunni í Frankfurt. Hönnun þess ökutækis er 100% í samræmi við nýja stefnu Volkswagen. „ID.3 er Volkswagen framtíðarinnar. Hönnunin sem er eðlileg og af fingrum fram fyllir okkur strax bjartsýni,“ segir Klaus Bischoff. „Eðlileg hönnunin og áreynslulausa notendaviðmótið bera vott um nýtt og rafmagnað hugarfar.“
Fólk getur séð afrakstur breytinganna í fyrsta sinn á IAA-sýningunni. Volkswagen-básinn á sýningunni mun veita forsmekkinn af því hvernig Volkswagen mun kynna sig úti um allan heim. Enn fremur mun lógóið, hreyfanlegi ramminn og lýsingin gegna lykilhlutverki hjá söluaðilum. Til þess að lágmarka kostnað söluaðila eins mikið og hægt er verður aðeins komið fyrir nýrri útstillingu utandyra en nýja vörumerkið tryggir aukinn lit, ljós og hlýju í sýningarsali.
Nýja vörumerkið er umfangsmesta endurhönnun á vörumerki fyrirtækis á síðustu árum. Allt í allt varðar breytingin 171 markað. 70.000 lógóum verður skipt út á 10.000 sölu- og þjónustustöðum um heim allan. Sjá einnig upplýsingar í fréttatilkynningum um ökutæki.
Breytingin verður innleidd í nokkrum bylgjum með hjálp hagkvæmniáætlunar. Evrópa ríður á vaðið með breytingarnar og svo Kína í október. Innleiðingin verður svo skref fyrir skref í Norður- og Suður-Ameríku og það sem eftir stendur í byrjun 2020. Um mitt næsta ár verðar breytingunum að fullu lokið.