Karfan er tóm.
Nýi Volkswagen Polo hlýtur Gullna stýrið
13. nóvember. 2001
Fyrsta viðurkenning, sem nýju gerðinni af Polo er veitt, kemur áður en hann er opinberlega kominn á markað.
Fyrsta viðurkenning, sem nýju gerðinni af Polo er veitt, kemur áður en hann er opinberlega kominn á markað.
Fyrsta viðurkenning, sem nýju gerðinni af Polo er veitt, kemur áður en hann er opinberlega kominn á markað.
Nýlega fór fram virðuleg athöfn í Berlín, þar sem hinni nýju gerð Volkswagen Polo var veitt hin eftirsótta viðurkenning gullna stýrið. Polo, sem verður formlega kynntur til markaðssetningar þann 16. nóvember, sópaði að sér flestum stigum í flokki lítilli fólksbíla og var að lokum með hreina yfirburði yfir hina fjóra, sem lagt var mat á í þessum stærðarflokki. Það var 23gja manna dómnefnd, sem komst að þessari niðurstöðu, og rökstuddi álit sitt fyrst og fremst með því að bílinn væri einstaklega þægilegur í notkun, hefði mjög góða aksturseiginleika væri afar sparneytinn og jafnframt umhverfishollur. Þetta er í annað sinn, sem Polo fær þessa viðurkenningu, en áður gerðist það árið 1994. Undanfarin 26 ár hefur dagblaðið Bild am Sonntag veitt þessa viðurkenningu árlega fyrir bestu nýju bifreiðagerðina á markaðinum. Dómnefndin er skipuð bílasérfræðingum, kappakstursmönnum, bílablaðamönnum og áhugafólki. Alls var lagt mat á 20 nýjar gerðir bíla í 4 stærðarflokkum, sem tóku þátt í keppni um þessa eftirsóttu viðurkenningu, Gullna Stýrið. Verðlaunahafinn verður kynntur opinberlega á Íslandi í febrúar næsta ári.