Fara í efni

Nýr Volkswagen up! frumsýndur

Glæsilegur Volkswagen up!
Glæsilegur Volkswagen up!
Laugardaginn 13. október verður nýr Volkswagen up! frumsýndur hjá okkur í HEKLU. Um er að ræða nýjasta meðliminn í Volkswagen fjölskyldunni og einnig þann smæsta.Laugardaginn 13. október verður nýr Volkswagen up! frumsýndur hjá okkur í HEKLU. Um er að ræða nýjasta meðliminn í Volkswagen fjölskyldunni og einnig þann smæsta.

Laugardaginn 13. október verður nýr Volkswagen up! frumsýndur hjá okkur í HEKLU. Um er að ræða nýjasta meðliminn í Volkswagen fjölskyldunni og einnig þann smæsta.

Volkswagen segir að það sé í raun ekki hægt að smíða minni bíl sem heiti Volkswagen þar sem kröfur um innra rými eru miklar hjá framleiðandanum. Einungis 3,54 metrar á lengd og 1,64 metrar á breidd setur Volkswagen up! ný viðmið í hönnun smábíla með því að sameina nett ytra rými og rúmgott innra rými. Sportlegt útlit sem vekur athygli hvert sem farið er og stílhrein innrétting skilar sér í nútímalegum og ótvíræðum Volkswagen. Hvergi er gefið eftir í kröfum um aksturseiginleika, gæðum né öryggi og því til sönnunar eru einróma hrós bílablaðamanna um allan heim og 5 stjörnu einkunn í árekstrarprófunum EuroNcap. Niðurstaðan er einföld: Volkswagen up! er alvöru smábíll.

Breska bílatímaritið WHAT CAR? valdi Volkswagen up! sem bíl ársins 2012. Í umfjöllun segir meðal annars: Volkswagen up! er frábær í akstri, rúmgóður og ímynd framleiðandans er sterk. Flest sem auganu mætir og fingurnir snerta í bílnum er af meiri gæðum en hjá keppinautum í sama stærðarflokki.

Við hvetjum alla til að koma í HEKLU á laugardaginn milli kl. 12-16 og kynna sér þennan frábæra bíl.