Fara í efni

Nýr VW Polo með 5 stjörnur í nýrri og strangari árekstrarprófun Euro NCAP

5. kynslóð VW Polo hefur fengið miklar viðbætur í öryggisbúnaði, þar á meðal stífari yfirbyggingu, afar skilvirkt og samhæft sætisbelta- og öryggispúðakerfi og stoðkerfi fyrir ökumann. Útkoman er öruggasti smábíll heims. 5. kynslóð VW Polo hefur fengið miklar viðbætur í öryggisbúnaði, þar á meðal stífari yfirbyggingu, afar skilvirkt og samhæft sætisbelta- og öryggispúðakerfi og stoðkerfi fyrir ökumann. Útkoman er öruggasti smábíll heims. 5. kynslóð VW Polo hefur fengið miklar viðbætur í öryggisbúnaði, þar á meðal stífari yfirbyggingu, afar skilvirkt og samhæft sætisbelta- og öryggispúðakerfi og stoðkerfi fyrir ökumann. Útkoman er öruggasti smábíll heims.

 

Í nýjustu árekstrarprófun Euro NCAP var framkvæmd prófun þar sem líkt var eftir árekstri á 64 km hraða á klst. Farþegarými bílsins aflagaðist því sem næst ekki neitt við áreksturinn. Rannsóknir á prófunarbrúðum sýndu síðan mjög góða útkomu Polo í tveimur af mikilvægustu liðum prófunarinnar, þ.e. vörn fyrir fullorðna farþega og börn. Þessa ágætu útkomu má ekki síst rekja til mikils stífleika í yfirbyggingu sem náðist fram meðal annars með notkun hástyrktarstáls og ofurstyrktarstáls í hliðum og í kringum fótarými. 
Þykkur þverbiti að framan stýrir síðan því að högg við árekstur dreifist yfir stærri flöt með minni afleiðingum.


Öryggi vegfarenda er ekki síður mikilvægt en öryggi farþega. Strax í þróunarferli nýju kynslóðar Polo var ráðandi þáttur við hönnun hans öryggi gangandi vegfarenda. Afrakstur þess er "harpan", en svo kallast málmflöturinn aftan við framstuðarann. Hún myndar aflögunarsvæði sem er nauðsynlegt svo hægt sé að draga úr alvarleika meiðsla á fótleggjum gangandi vegfarenda.

 

Í nýrri árekstrarprófun Euro NCAP er ennfremur lagt mat á rafeindastýrðan öryggisbúnað og stoðkerfi í bílnum sem koma í veg fyrir slys eða draga úr hættu á alvarlegum slysum. Eitt mikilvægasta stoðkerfið er rafeindastýrða stöðugleikakerfið, ESP, sem er staðalbúnaður í Polo.


Annar viðbótarbúnaður hækkar enn frekar öryggisstig bílsins. Þar má nefna til dæmis afar skilvirkan og samhæfðan sætisbelta- og öryggispúðabúnað og hnakkapúða í framsætum sem draga úr hættu á hálshnykkjum.

 

Nýr Polo verður kynntur á Íslandi á síðasta ársfjórðungi þessa árs.