Karfan er tóm.
Polo Beats
Polo Beats
Volkswagen Polo Beats er nýjasta og hljómfegursta útgáfan af borgarbílnum Polo. Tónlistarupplifun er staðalbúnaður í Polo Beats sem kemur með 300 vatta Beats-hljómflutningskerfi úr smiðju hip-hop listamannsins Dr. Dre. Það er sama hvort spilað er rokk, popp eða teknó sjö hátalar og átta rása stafrænn magnari sjá til þess að það er bókstaflega hægt að finna fyrir tónlistinni. En það eru ekki aðeins hljómgæðin sem vekja athygli því nýjum Polo Beats fylgir skemmtileg andlitslyfting. Meðal breytinga að utanverðu eru 16 tommu sýenít felgur, Beats merki á gluggapóstum, skyggð afturljósastæði og hurðarspeglar í rauðu eða svörtu. Að innanverðu eru framsætin með Alcantara áklæði í Beats útgáfu. Króm og leður prýða hurðapósta, LED lýsing er í fótarými og rauðir saumar eru á gólfmottum og í öryggisbeltum.
Þessi blanda hljómgæða og hönnunar gerir það að verkum að Polo Beats lætur vel í sér heyra í flokki minni fólksbíla. Polo Beats er mættur í HEKLU og kostar 3.390.000 kr.