Karfan er tóm.
Pylsupartí á árlegum Skoda degi Heklu!
Skoda dagurinn verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 26. maí milli kl. 12 og 16 í höfuðstöðvum Skoda við Laugaveg 174 þar sem boðið verður upp á grillaðar pylsur, svaladrykki og andlitsmálningu. Að auki verður Skoda deginum fagnað hjá Höldi á Akureyri. Á Laugaveginum verður nóg við að vera og sýningarsalirnir stútfullir af skemmtilegum Skoda bílum.
Sá nýjasti í fjölskyldunni er sportjeppinn Skoda Karoq sem frumsýndur var snemma árs. Karoq er einstaklega rúmgóður, glæsilega útbúinn og margverðlaunaður. Hann kemur í Ambition og Style útfærslum og fæst bæði fram- og fjórhjóladrifinn. Í boði eru 1.0 og 1.5 lítra bensínvélar og 2.0 lítra dísilvélar auk úrvals auka- og öryggisbúnaðar.
Sumarverð Skoda verður að sjálfsögðu í fullum gangi en stórstjörnurnar Octavia, Superb og Fabia eru nú í boði á stórskemmtilegu og óviðjafnanlegu sumartilboði. Svo má ekki gleyma Octavia RS245, kraftmestu Octaviunni frá Skoda. Um er að ræða 245 hestafla tryllitæki með rafstýrðu mismunadrifi, 19“ felgum, stillanlegri fjöðrun og Panorama glerþaki.
„Skoda býður breitt úrval af bílum og við verðum með allt það nýjasta til sýnis á laugardaginn. Ssjóðheitar pylsur verða á grillinu, andlitsmálning fyrir yngstu kynslóðina og ég á von á að þetta verði skemmtilegur dagur að vanda,“ segir Valgeir Erlendsson, vörustjóri SKODA, sem hvetur fólk til að líta við og skoða úrvalið.