Karfan er tóm.
Rafbílavæðing á Íslandi
19. nóvember. 2014
Fimmtudaginn 13. nóvember tók Hekla þátt í ráðstefnu um rafbílavæðingu á Íslandi. Augljóst er að mikill áhugi er á rafbílum en um 200 manns sóttu ráðstefnuna, sem var húsfyllir. Ráðstefnan var sett af forseta Íslands hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, og kynnti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,forsætisráðherra stefnumótun
Fimmtudaginn 13. nóvember tók Hekla þátt í ráðstefnu um rafbílavæðingu á Íslandi. Augljóst er að mikill áhugi er á rafbílum en um 200 manns sóttu ráðstefnuna, sem var húsfyllir. Ráðstefnan var sett af forseta Íslands hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, og kynnti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,forsætisráðherra stefnumótun íslenskra stjórnvalda í málefnum rafbíla. Góð reynsla Noregs af rafvæðingu bílaflotans var kynnt af sérfræðingi frá rannsóknarsetri í samgöngum, en auk þess fjölluðu ýmsir hagmunaaðilar í samgöngu- og orkumálum um rafbílavæðingu Íslands. Friðbert Friðbertsson forstjóri Heklu kynnti nýjustu rafbíla Volkswagen, Audi og Mitsubishi og var mikill áhugi á e-Golf og Mitsubishi Outlander, fyrsta fjórhjóladrifna tvinntengilbílnum.