Karfan er tóm.
Ríflega 56% allra nýrra Heklu bíla eru vistvænir!
HEKLA er leiðandi í sölu vistvænna bíla fyrstu fjóra mánuði ársins 2018, rétt eins og síðustu misseri. Það er sama hvort litið er á rafmagnsbíla, tengiltvinnbíla eða metanbíla, alls staðar eru bílar frá HEKLU þeir mest seldu.
Mest seldu rafmagnsbílarnir á Íslandi fyrstu fjóra mánuði ársins eru frá Volkswagen en rétt tæplega 50% allra nýskráðra rafmagnsbíla eru frá þýska gæðaframleiðandanum. Svipaða sögu má segja um tengiltvinnbíla þar sem 42% allra slíkra eru frá Mitsubishi og Outlander PHEV ber höfuð og herðar yfir aðrar tegundir. Forskotið er síðan mest áberandi í flokki metanbíla því hver einn og einasti metanbíll sem fluttur var til landsins það sem af er ári er frá merkjum sem HEKLA flytur inn sem þýðir 100% markaðshlutdeild. Skoda er þar með 54% allra seldra metanbíla en Volkswagen og Audi fylgja þar á eftir.
Raunar er það svo að þegar hlutfall vistvænna bíla af heildarskráningum íslenskra bílaumboða er skoðað, kemur í ljós hvaða bílaumboð leggur mesta áherslu á grænar samgöngur. HEKLA leiðir markaðinn á þessu sviði, en ríflega 56% allra innfluttra bíla frá HEKLU eru vistvænir. Næsta bílaumboð á eftir er með slétt 10%.
Þegar litið er á sölu til einstaklinga á Íslandi er HEKLA á toppnum með 23% og hefur hækkað úr fjórða sæti á sama tímabili á síðasta ári. Það er því ljóst að íslenskir neytendur kunna vel að meta úrval, þjónustu og áherslu HEKLU á græna samöngumáta og vistvæna bíla.