Karfan er tóm.
Sala Audi jókst um rúm 39% í janúar
Audi seldi um 77.800 bíla í janúar sem er um 39% söluaukning miðað við sama mánuð í fyrra. Í síðasta mánuði seldust 16.798 Audi bílar í Kína sem er meira en tvöfalt meiri sala þar í landi frá því í janúar 2009. Sala í Bandaríkjunum jókst í mánuðinum um 37,9% og fór í 6.510 bíla. Sala í Evrópu, að Þýskalandi frátöldu, jókst um 23%. Þar seldust 33.300 bílar í samanburði við 27.020 í janúar 2009.
„Í ljósi pantana sem rekja má til skráningarreglna megum við vænta góðra niðurstaðna fyrir fyrsta ársfjórðung 2010," segir
Peter Schwarzenbauer, sem situr í stjórn markaðs- og söludeildar Audi AG. Vinsældir Audi A5 Sportback og Audi Q5, sem selst hefur umtalsvert betur en keppinautarnir í Evrópu, eiga ekki minnstan þátt í góðri sölu Audi. “Með þessari góðu byrjun erum við á réttri leið til að slá sölumetið frá árinu 2008 sem er ein milljón seldra bíla. Við stefnum að réttu marki á árinu 2010."
Sölutölur fyrir Audi voru hærri á öllum stærstu mörkuðum í Evrópu en í sama mánuði í fyrra. Audi seldi á heimamarkaði, Þýskalandi, 11.657 bíla í janúar sem er 9,3% aukning frá fyrra ári. Í Bretlandi jókst salan um 42,9% og fór úr 6.302 bílum í janúar 2009 í 9.004 bíla í janúar 2010. Salan jókst um 21% á Ítalíu og þar var ekki síst að þakka að góðri sölu á Audi Q5. Þar í landi seldust 4.755 bílar í janúar. Í Frakklandi seldust 3.690 bílar sem er 0,2% söluaukning og á Spáni 3.311 bílar sem er 11,1% söluaukning. Salan jókst einnig í Austur-Evrópu. Í Rússlandi, sem er stærsti markaðurinn í Austur-Evrópu, seldust 812 bílar sem er 58,3% söluaukning miðað við janúar 2009.
Á Asíu-Kyrrahafssvæðinu jókst sala á Audi um 101%. Í þessum heimshluta seldust 20.850 bílar í samanburði við 10.381 bíl í janúar 2009. Í Kína, þar með talið Hong Kong, jókst salan um 114,9% og salan í Japan jókst einnig, um 33,6%. Audi í Bandaríkjunum jók markaðshlutdeild sína í lúxusbílaflokki í 8,9%. Þar varð söluaukningin í janúar 37,9% og söluaukningin í Kanada varð enn meiri en í Kína, eða 127,8%.