Karfan er tóm.
Scania brúðarbíll
10. ágúst. 2001
Þann 7.júlí s.l. voru gefin saman í heilagt hjónaband í Bolungarvíkurkirkju þau Hrafnhildur B. Birgisdóttir og Jóhann Þ. Björnsson.
Þann 7.júlí s.l. voru gefin saman í heilagt hjónaband í Bolungarvíkurkirkju þau Hrafnhildur B. Birgisdóttir og Jóhann Þ. Björnsson.
Þann 7.júlí s.l. voru gefin saman í heilagt hjónaband í Bolungarvíkurkirkju þau Hrafnhildur B. Birgisdóttir og Jóhann Þ. Björnsson.
Ekki væri það í frásögur færandi, nema vegna þess að fararskjótinn, sem flutti brúðarparið, var tröllvaxinn vöruflutningabíll af nýjustu gerð Scania, sem hafði verið skreyttur í hefðbundnum brúðarstíl. Ekki var það vegna þess að brúðurin væri svo fyrirferðarmikil að þessi risatrukkur var valinn, því brúðurin er sýnilega hin nettasta mær, heldur vegna þess að vinur brúðgumans, sem greinilega er smekkmaður á bíla, vildi tryggja að parið kæmist örugglega leiðar sinnar á hverju sem gengi. HEKLA óskar brúðhjónunum innilega til hamingju.