Fara í efni

Scania gerir stórsamning við rússneskt fyrirtæki

Scania verksmiðjurnar hafa gert einn stærsta sölusamning til margra ára við rússneskt olíufyrirtæki. Samningurinn hljóðar upp á 100 Scania vörubifreiðar. Vörubifreiðarnar eru með drifi á öllum hjólum og helmingur þeirra er þriggja öxla. Samningurinn er metinn á um 9 milljónir Evra, sem eru um 765,000,000 íslenskra króna.Scania verksmiðjurnar hafa gert einn stærsta sölusamning til margra ára við rússneskt olíufyrirtæki. Samningurinn hljóðar upp á 100 Scania vörubifreiðar. Vörubifreiðarnar eru með drifi á öllum hjólum og helmingur þeirra er þriggja öxla. Samningurinn er metinn á um 9 milljónir Evra, sem eru um 765,000,000 íslenskra króna.Scania verksmiðjurnar hafa gert einn stærsta sölusamning til margra ára við rússneskt olíufyrirtæki. Samningurinn hljóðar upp á 100 Scania vörubifreiðar. Vörubifreiðarnar eru með drifi á öllum hjólum og helmingur þeirra er þriggja öxla. Samningurinn er metinn á um 9 milljónir Evra, sem eru um 765,000,000 íslenskra króna. Rússneski bílamarkaðurinn hefur verið að ná sér eftir mikla lægð sem náði hámarki árið 1998-1999 þegar aðeins 50 vörubifreiðar voru seldar. Á síðasta ári voru 370 vörubifreiðar seldar til Rússlands, og leiðir Scania með 27% markaðshlutdeild á rússneska markaðnum. Með samningi þessum mun Rússland verða eitt af 10 stærstu markaðssvæðum Scania í heiminum.

Vörubifreiðarnar verða notaðar til vegagerðar á olíu- og gassvæðum í Síberíu. Bílaflotinn hjá rússneska olíufyrirtækinu samanstendur af 2.000 vörubifreiðum.