Karfan er tóm.
Skoda Citigo frumsýndur 3. nóvember
Hinn fullkomni borgarbíll.
Frábær í akstri, ótrúlega rúmgóður og ódýr í rekstri.
Minni bílar eiga meiri vinsældum að fagna en áður þar sem þeir kosta lítið, eru sparneytnir og liprir í borgarumferð.
Nýr bíll hefur nú bæst í hóp smábíla hér á landi, en það er borgarbíllinn Skoda Citigo, sem er nýjasti meðlimurinn í Skoda fjölskyldunni og verður hann frumsýndur hjá Heklu laugardaginn 3. nóvember. Skoda bifreiðar eru þekktar fyrir mikið innrarými og er Citigo engin undantekning, heldur setur hann ný viðmið í þeim efnum í flokki smábíla.
Rúmgóður og hagkvæmur.
Citigo er bíll sem hentar öllum, jafnt í stuttar ferðir sem lengri. Þetta er bíll sem býður upp á sparneytni og hagkvæmni, án þess að gefa eftir hvað varðar þægindi og akstursánægju. Eldsneytis eyðslan á hverja 100 kílómetra er einungis 4,5 lítrar í blönduðum akstri og einnig fær Citigo frítt í stæði í 90 mínútur í Reykjavík þar sem útblásturinn er einungis 105 gr. CO2 á hvern ekinn kílómetra og fer því í flokk vistvæna bíla.
Fallegar og stílhreinar línur, gott aðgengi, jafnt fyrir farþega og farangur. Lengdin er 3,56 m, breiddin er 1,65 m og hæðin er 1,48 m. Öryggið er í fyrirrúmi, enda hlaut Citigo 5 stjörnur Euro NCAP sem er hæsta einkunn.
Það fer vel um ökumann og farþega í framsætum og það er ágætt pláss fyrir tvo farþega í aftursætinu og þegar það er lagt fram þá er hægt að stækka farangursrýmið, sem er 251 lítri í í 951 lítra og allt að 2 metra á lengd, sem er það stærsta í þessum flokki bíla.
Sprækur og vel búinn.
Nýja 1,0 lítra 3ja strokka bensínvélin í Citgo, er 60 hestöfl og kemur verulega á óvart. Vél sem býður upp á fágun og sparneytni í akstri og framúrskarandi hröðun. Snúningsvægið kemur á óvart og veitir ánægju hvar sem ekið er. Ökumenn sem tengja saman akstursánægju og handskiptan gírkassa verða ekki fyrir vonbrigðum með 5-gíra Skoda Citigo.
Meðal staðalbúnaðar má telja ESP stöðugleikastýringu, samlæsingar, rafdrifnar rúður að framan, útvarpstæki með tengi fyrir Ipod, 6 hátalara hljómkerfi og hæðarstillanlegt ökumannssæti.