Karfan er tóm.
SKODA-dagurinn
16. júní. 2014
SKODA fagnaði sumri um helgina sem leið og gerði sér glaðan dag. Í boði var reynsluakstur á bifreiðum SKODA en sérstök áhersla var lögð á nýjan og endurbættan Yeti Outdoor. Til að upplifa bíl er best að reynsluaka og nýttu fjöldamargir gestir sér það tækifæri ...SKODA fagnaði sumri um helgina sem leið og gerði sér glaðan dag. Í boði var reynsluakstur á bifreiðum SKODA en sérstök áhersla var lögð á nýjan og endurbættan Yeti Outdoor. Til að upplifa bíl er best að reynsluaka og nýttu fjöldamargir gestir sér það tækifæri ...
SKODA fagnaði sumri um helgina sem leið og gerði sér glaðan dag.
Í boði var reynsluakstur á bifreiðum SKODA en sérstök áhersla var lögð á nýjan og endurbættan Yeti Outdoor. Yeti frá SKODA er nú með Bluetooth kerfi, nýtt útlit, rafstýrt drif á öllum hjólum, Isofix festingum, Cruise control og svona mætti lengi telja.
Til að upplifa bíl er best að reynsluaka og nýttu fjöldamargir gestir sér það tækifæri.
SKODA-bifreiðar eru þekktar fyrir sparneytni og lága bilanatíðni en það þekkja hinir fjöldamörgu SKODA-eigendur best.
Gestum og gangandi var boðið uppá grillaðar pylsur, gos og svo að sjálfsögðu blöðrur.
Á annað þúsund gestir kíktu við og nutu dagsins með okkur hjá SKODA.