Fara í efni

Stóri Skodadagurinn laugardaginn 8. maí

Nýr Skoda Yeti jepplingur verður frumsýndur laugardaginn 7. maí - einnig nýr Superb og ný Octavia.Nýr Skoda Yeti jepplingur verður frumsýndur laugardaginn 7. maí - einnig nýr Superb og ný Octavia.Nýr Skoda Yeti jepplingur verður frumsýndur laugardaginn 7. maí - einnig nýr Superb og ný Octavia.

N.k. laugardag, 8. maí, kynnir HEKLA hf. nýjan jeppling, Skoda Yeti. Þetta er fyrsti jepplingurinn sem Skoda setur á markað en fjórhjóladrifnir fólksbílar hafa fyrir löngu sannað ágæti sitt við íslenskar aðstæður.


Skoda Yeti er útbúinn aflmikilli en sparneytinni 140 hestafla dísilvél og er fáanlegur beinskiptur eða sjálfskiptur.  Ríkulegur staðalbúnaður er í bílnum og ítrustu öryggiskröfum fylgt. Sem dæmi eru í nýjum Yeti loftpúðar sem eru sérstaklega ætlaðir til að verja hné ökumanns og farþega í framsæti. 


Á sama tíma verða frumsýndar tvær aðrar bifreiðar frá Skoda. Skoda Superb er algjörlega nýr bíll á nýjum grunni. Meðal nýjunga má nefna tvískiptan afturhlera sem gerir bílinn að hlaðbak eða stallbak, allt eftir því hvernig afturhlerinn er opnaður sem býður upp á fjölbreytileika við hleðslu og affermingu farangurs. Loks verður ný Octavia kynnt en Skoda Octavia hefur síðustu árin verið einn mest seldi fólksbíll á Íslandi.


Þjónustuverkstæði Skoda verður opið viðskiptavinum á sama tíma og Skoda eigendum boðið upp á ókeypis ásstandsskoðun, sem felur m.a. í sér prófun á hemla- og demparabúnaði bifreiðarinnar. Loks verður Skoda eigendum boðið upp á þrif á bíl sínum að utan meðan á sýningunni stendur.


Sýningin verður opin frá kl. 12-16 í sýningarsal Skoda að Laugavegi 172 og eru allir Skoda eigendur og unnendur Skoda bifreiða sérstaklega velkomnir.


Nánar um Yeti.

Sjá frétt á skoda.is