Karfan er tóm.
Team HEKLA í WOW cyclothon!
27. júní. 2018
HEKLA kynnir með stolti hjólahópinn Team Hekla sem ætlar að spreyta sig í árlegu WOW cyclothon hjólakeppninni. Þetta er glæsilegur hópur tíu dugnaðarforka úr mismunandi deildum fyrirtækisins sem er að taka þátt í fyrsta sinn fyrir HEKLU hönd.
Liðsmenn Team HEKLU eru:
- Pálmi Blængsson söluráðgjafi Volkswagen,
- Haukur Gíslason bifvélvirki,
- Sylvía Reynisdóttir gjaldkeri,
- Atli Rúnar Steinþórsson sölustjóri varahlutaverslunar,
- Gísli Elíasson verkstjóri smur- og hraðþjónustu,
- Símon Orri Sævarsson viðskiptastjóri fyrirtækjasölu,
- Jón Ragnar Gunnarsson fyrrum þjónusturáðgjafi,
- Hjörleifur L. Hilmarsson bifvélavirki, aldursforseti hópsins en ku vera í besta hjólaforminu,
- Margeir Kúld Eiríksson söluráðgjafi Volkswagen
- Óðinn Ólafsson bifvélavirki.
Meðlimum hópsins er margt lista lagt og innan þeirra leynist maraþonhlaupari, slökkviliðsmaður, hestamaður, utanvegahlaupari og mótorkrossari. Auk þess að eiga hjólreiðaáhugann sameiginlegan eru þau að sjálfsögðu öll forfallið bílaáhugafólk.
Team Hekla leggur í hann klukkan sjö í kvöld og hér er hægt að fylgjast með framvindu mála: https://siminn.is/lendingarsidur/wowcyclothon