Karfan er tóm.
Team Skoda í öðru sæti!
Garparnir í Team Skoda stóðu sig eins og hetjur í hjólakeppninni WOW Cyclothon 2016 og höfnuðu í öðru sæti. Hópurinn samanstóð af tíu liðsmönnum, þeim Sigurði Borgari Guðmundssyni Elíasi Níelssyni, Guðmundi J. Tómassyni, Gunnlaugi Jónssyni, Elvari Erni Reynissyni, Stefáni H. Erlingssyni, Garðari Smárasyni, Kristjáni Sigurðssyni og Eiríki Kristinssyni ásamt nýjasta liðsaukanum, Ingvari Ómarssyni. Ingvar er Íslandsmeistari í hjólreiðum og eini atvinnumaður Íslendinga en hann hljóp í skarðið þegar Rúnar Jónsson, fyrrverandi margfaldur Íslandsmeistari í Rallí, rifbeinsbrotnaði og varð að hætta við keppni.
Síðustu tvö árin hefur Team Skoda hafnað í fjórða sæti og í þetta sinn var markmiðið að komast á verðlaunapall. Það tókst svona glimrandi vel og liðið hjólaði 1358 kílómetra hringinn í kringum landið á rúmlega 37 og hálfri klukkustund. HEKLA og Skoda Ísland óska liðsmönnum hjartanlega til hamingju með glæsilegan árangur.