Karfan er tóm.
Team Skoda með silfur!
Hjólagarparnir okkar í Team Skoda hrepptu í dag annað sætið í hinni árlegu WOW cyclothon hjólreiðakeppni. Föngulegur hópurinn samanstendur af þeim Garðari Smárasyni, Elíasi Níelssyni, Guðmundi J. Tómassyni, Rúnari Jónssyni, Ingvari Ómarssyni, Jan Willem Groeneweld, Elvari Erni Reynissyni, Sigurði Hansen, Sigurði Borgari, Kristjáni Sigurðssyni, Sigurði Hansen, Stefáni H. Erlingssyni, Guðmundi Ásgeirssyni og Gunnlaugi Jónssyni.
Team Skoda tók fyrst þátt árið 2014 en tenging Skoda við hjólreiðar er sterk enda fyrirtækið stofnað af hjólreiðaframleiðendunum Laurin og Klement árið 1985. Þetta er í fjórða sinn sem Team Skoda tekur þátt í keppninni og annað skiptið sem þeir hljóta silfrið. Tíminn í ár var 35:06:03 og HEKLA og Skoda Ísland óska liðsmönnum innilega til hamingju með frábæran árangur.