Karfan er tóm.
Team Spark á Vistvænum dögum HEKLU!
Á fimmtudag hefjast Vistvænir dagar HEKLU. Fimmtudag og föstudag verður íslenski rafkappakstursbíllinn TS16 til sýnis í höfuðstöðvum HEKLU við Laugaveg 170-174 og hægt verður setjast upp í bílinn og fá tekna af sér mynd. Liðsmenn Team Spark verða á staðnum og segja frá hönnun og smíði bílsins en Team Spark er þróunarverkefni við Verkfræði- og Náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Verkefnið snýst um að þróa, hanna og smíða eins manns rafmagnsknúinn kappakstursbíl frá grunni.
Árlega er nýr bíll smíðaður með tilheyrandi framþróun og á hverju sumri er keppt á stærstu alþjóðlegu hönnunarkeppni verkfræðinema í heimi, Formula Student, á Silverstone akstursbrautinni á Englandi. Sú reynsla sem fæst með þátttöku í keppninni skilar sér í frekari þróun á verkefninu og sem dæmi má nefna þróaði Team Spark í fyrsta sinn vængi á TS16 síðastliðinn vetur og vakti framleiðsluaðferðin sem notast var við mikla athygli þegar í keppnina var komið.