Karfan er tóm.
Þreföld frumsýning Volkswagen atvinnubíla!
Þreföld frumsýning Volkswagen atvinnubíla!
Volkswagen Transporter, Multivan og Caravelle verða frumsýndir á laugardaginn í nýjum og glæsilegum salarkynnum HEKLU en Volkswagen atvinnubílar hafa fært sig um set og eru nú á sama stað og Volkswagen fólksbílar.
Frumkvöðlarnir Volkswagen Transporter, Multivan og Caravelle hafa fylgt kynslóðum af fólki sem þurft hafa á traustum og áreiðanlegum atvinnubílum að halda sem leysa krefjandi og fjölbreytt verkefni.
Sjötta kynslóðin nefnist T6 en það er gaman að segja frá því að bílarnir í þeirri línu byggja allir á arfleið hins þekkta Volkswagen T1 rúgbrauðs. Sjötta kynslóðin kemur með enn meiri staðalbúnaði og aflmeiri vélum og miklu úrval af aðstoðarkerfum fyrir ökumann. Við fluttum nýlega í nýjan sýningarsal á sama stað og Volkswagen fólksbílar eru til húsa og það verður gaman að sýna nýju T6 línuna í þessum flottu salarkynnum, segir Ívar Þór Sigþórsson, sölustjóri Volkswagen atvinnubíla.
- Volkswagen Caravelle hefur í áraraðir fylgt fólki sem hefur þurft á traustum og áreiðanlegum fólksflutningabíl að halda. Hann er níu manna og býður upp á mikið rými fyrir farþega og farangur.
- Volkswagen Transporter er með rennihurð á báðum hliðum og vængjahurð að aftan með glugga. Hann hlaut á dögunum hin eftirsóttu verðlaun sendibíll ársins eða Van of the year.
- Volkswagen Multivan er einstaklega rúmgóður fjölnota fjölskyldubíll sem nýtist hvort sem er í borgarumferð eða á vegum úti. Í honum eru sæti fyrir sjö manns og hægt er að leggja niður öftustu sætaröð og nýta hana sem svefnrými.
Volkswagen T6 atvinnubílarnir er hægt að fá beinskipta eða með sjö þrepa DSG sjálfskiptingu í margskonar útfærslum. Einnig er hægt að velja um framhjóla- og fjórhjóladrif með fullkominni stöðugleikastýringu og spólvörn.
Laugardaginn 13. febrúar milli klukkan 12 og 16 frumsýnir HEKLA Volkswagen T6 línuna í nýjum og glæsilegum sýningarsal Volkswagen atvinnubíla við Laugaveg 170 174.