Fara í efni

Top Gear velur Skoda Yeti "Fjölskyldubíl ársins" og Superb "Lúxusbíl ársins"

Ritstjórn hins heimsþekkta sjónvarpsþáttar Top Gear og samnefnds tímarits hefur valið Skoda Yeti "Fjölskyldubíl ársins".Ritstjórn hins heimsþekkta sjónvarpsþáttar Top Gear og samnefnds tímarits hefur valið Skoda Yeti "Fjölskyldubíl ársins".Ritstjórn hins heimsþekkta sjónvarpsþáttar Top Gear og samnefnds tímarits hefur valið Skoda Yeti "Fjölskyldubíl ársins".

Þetta er í 10. sinn sem útgáfan stendur að þessu vali. Valið stendur á milli mest spennandi og nýstárlegustu bílana sem komið hafa á markað undanfarið ár.

Dómnefndina skipa ritstjórnir sjónvarpsþáttarins og tímaritsins. Conor McNicholas, ritstjóri tímaritsins, hafði sínar skýringar á því hvers vegna Skoda Yeti, sem nýlega er kominn á markað í Evrópu, vann huga og hjörtu allra hjá Top Gear.

"Það féllu allir strax fyrir Yeti hérna hjá Top Gear-tímaritinu. Við dáumst að útlitshönnuninni, aksturseiginleikunum, gæðum bílsins, miklu innanrýminu, sniðugum smáatriðum og síðast en ekki síst nafni bílsins. Yeti ætti að vera efstur á listanum hjá þeim sem leita sér að fjölskyldubíl. Svo einfalt er það. Yeti er orðinn eins og hluti af Top Gear-fjölskyldunni," segir McNicholas.

Skoda Yeti kom á markað í Bretlandi í september 2009. Hann sameinar alla kosti hefðbundins fjórhjóladrifsbíls, eins og t.d. meiri veghæðar og öryggis, og notagildis og rekstrarhagkvæmni venjulegs hlaðbaks. Yeti er hinn fullkomni kostur ökumannsins sem leitar að fjölhæfum bíl fyrir fjölskylduna.

Auk þess valdi Top Gear Skoda Superb "Lúxusbíl ársins". McNicholas hældi Skoda Superb í hástert og sagði að Superb hefði borið sigurorð af mun dýrari andstæðingum. "Sterku hliðar bílsins eru aksturseiginleikarnir, fágunin, gæði innréttingarinnar og hófstillt en glæsilegt ytra form, það er því mikilvægt að láta ekki blekkjast af hagstæðu verðinu" bætti McNicholas við.

Þess má geta að hægt er að skoða og reynsluaka nýjum Skoda Superb hjá HEKLU á Laugarvegi en Skoda YETI er væntanlegur í vor.

 

Sjá nánar um Skoda YETI

 

Sjá nánar um Skoda Superb