Karfan er tóm.
Úrval vistvænna ökutækja
HEKLA er umboðsaðili fyrir Audi, Mitsubishi, Skoda og Volkswagen; vörumerki sem eru leiðandi í tækniframförum, hönnun og þróun fjölbreyttra aflgjafa. Úrvalið er óþrjótandi hvort sem um ræðir bíla sem knúnir eru áfram af bensíni, dísil, metan, rafmagni eða blöndu tveggja aflgjafa.
Í dag býður HEKLA upp á þrettán vistvæna bíla og von er á fjölmörgum í viðbót. Þessi tala endurspeglar vistvænar áherslu fyrirtækisins en HEKLA er leiðandi í sölu á vistvænum bílum með 53,30% markaðshlutdeild árið 2018
Þegar rætt er um vistvæna bíla er átt við hreina rafbíla sem ganga eingöngu fyrir rafmagni, tengiltvinnbíla sem ganga fyrir raforku og bensíni eða raforku og dísil og tvinnbíla sem ganga fyrir metani og bensíni.
Raforka sem aflgjafi
Raforkan á íslandi kemur eingöngu frá hreinum, endurnýjanlegum orkugjöfum og því ærin ástæða til að skipta yfir í rafbíl. Í dag getur þú ekið með endurnýjanlegri orku frá íslenskum fallvatns- og gufuaflsvirkjunum þegar þú hleður raf- og tengiltvinnbíla. Í dag eru um 140 hleðslustöðvar víðsvegar um landið, þar af um 50 hraðhleðslustöðvar, þar sem hægt er að hlaða hreina rafmagnsbíla sem og tengiltvinnbílinn Mitsubishi Outlander PHEV.
Metan sem aflgjafi
Helsti ávinningur af bílum sem ganga fyrir metani er eldsneytissparnaðurinn en metan er eitt ódýrasta eldsneyti sem um getur. Í samanburði við bensín er metan 34% ódýrari kostur. En metan er ekki aðeins kostnaðarvænt heldur líka umhverfisvænt og íslenska metanið er í allra hæsta gæðaflokki með allt að 98% hreinleika. Í dag er metan eldsneyti afgreitt á fjórum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og á einni stöð á Akureyri.
Volkswagen er með fjölbreytt úrval bíla með vistvæna aflgjafa. Hreinir rafbílar eru e-up! og e-Golf en von er á atvinnubílunum e-Crafter, e-Caddy og e-Transporter og forsala á rafbílnum I.D hefst á árinu. Tengiltvinnbílar Volkswagen eru tveir; Golf GTE og Passat GTE, og í boði eru metanbílarnir eco-up!, Golf TGI og Caddy TGI.
Audi býður upp á rafbílinn Audi e-tron og metanbílinn Audi g-tron. Tengiltvinnbílarnir eru tveir, A3 e-tron og Q7 e-tron. Síðar á árinu koma svo tengiltvinnbílarnir q5 e-tron og A7 e-tron.
Hjá Mitsubishi er sá vinsælasti tengiltvinnbíllinn Outlander PHEV en hann er fyrsti fullvaxni rafknúni fjórhjóladrifsbíllinn í heiminum og mest selda bifreiðin á Íslandi árið 2018.
Metanbíllinn Octavia G-TEC er vistvænasti fararskjótinn frá Skoda en framundan er mikil aukning í úrvali á vistvænum kostum frá framleiðandanum. Á næsta ári er von á rafrifnum Citigo og glæsikerran Superb mun bjóðast sem tengiltvinnbíll. Alls verða 10 rafdrifnir bílar frá Skoda komnir á markað árið 2020.
Smelltu hér til að skoða úrval vistvænna bíla HEKLU inn á sýningarsal okkar á netinu þar sem opið er allan sólarhringinn.