Fara í efni

Útvarpsviðtal vegna Caterpillar sjóvéla

Úr hádegisfréttum RÚV 19. desember 2001 -Umfjöllun fréttastofu RÚV og viðtal við Ólaf B Jónsson Úr hádegisfréttum RÚV 19. desember 2001 -Umfjöllun fréttastofu RÚV og viðtal við Ólaf B Jónsson Úr hádegisfréttum RÚV 19. desember 2001 -Umfjöllun fréttastofu RÚV og viðtal við Ólaf B Jónsson Inngangur: Engar vísbendingar eða grunsemdir eru um að bilun í rafeindastýringu skipavéla hafi valdið nýlegum sjóslysum. Þetta segir Ólafur B. Jónsson, þjónustustjóri hjá Heklu sem hefur umboð fyrir Caterpillar skipavélar. Hann vísar í sjóslysanefnd hvað varðar endanlega niðurstöðu rannsókna á því. Það eigi hins vegar ekki að vera meira mál að viðhalda rafstraumi til vélanna heldur en að sjá til þess að þær fái eldsneyti.

Meginmál: Nokkur umræða hefur verið um nýjar tölvustýrðar skipavélar að undanförnu, ekki síst í kjölfar þess að Núpur strandaði, Svanborg fórst og óhapp varð í Happasæl en öll voru skipin með slíkar vélar. Ólafur B. Jónsson telur að þróun skipavéla verði ótvírætt í þá átt að þær verði rafeindastýrðar. Þessi búnaður sé meðal annars til kominn til að hægt sé að uppfylla kröfur um litla mengun og hagkvæmni í rekstri. Ólafur segir að vélarnar fái rafstraum frá rafgeymum og þær séu því óháðar rafmagni sem framleitt er með ljósavélum skipanna. Þá láti búnaðurinn vita ef dofnar á geymum og vélarnar gangi við mjög lága spennu. Hann segir að í raun sé enginn eðlismunur á því að viðhalda rafstraumi til vélanna og að sjá til þess að þær fái nægt eldsneyti.

Ólafur B. Jónsson, þjónustustjóri hjá Heklu: Þannig að það sem að þarf að gera er að tryggja það að rafmagn til vélarinnar sé með eins öruggum frágangi eins og mögulegt er alveg á sama máta og það þarf að ganga þannig frá eldsneytislögnum að hvaða díeselvél sem er að þær ekki nuddist í sundur eða brotni eða springi á annan máta. Því að þá hefur það í rauninni sömu niðurstöðu og hérna ef að rafmagn tapast það drepst á vélinni. Hermann Sveinbjörnsson: Þannig að það á ekkert að vera erfiðara að halda rafmagni á vélinni heldur en bara eldsneytinu?

Ólafur B. Jónsson: Nei, alls ekki. Það á ekkert að vera það.

Ákveðin tortryggni hefur skapast vegna áðurnefndra þriggja dæma um óhöpp skipa með rafeindastýrðar vélar. Ólafur B. Jónsson segir að ekkert bendi til þess að rafeindabúnaðurinn hafi orsakað það að vélar hafi stöðvast.

Ólafur B. Jónsson: Það eru engar grunsemdir um það en hérna varðandi endanlega útgáfu niðurstaðna úr þeim málum sem að hafa komið inn á borð rannsóknanefndar sjóslysa að þar vísa ég alfarið til þeirra. En það eru engar grunsemdir um slíkt.

Fréttamaður: Hermann Sveinbjörnsson

********************************************

HEKLA er umboðsaðili CATERPILLAR á Íslandi. Caterpillar er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði og framleiðir meðal annars dieselvélar til notkunar á sjó og landi í stærðum frá 94 kW til 5420 kW.

Aðrar framleiðsluvörur Caterpillar eru rafstöðvar til nokunar á sjó og í landi, jarðvinnuvélar í breiðri línu, landbúnaðartæki, vörubílavélar o. fl. Sjá nánar á vefsíðu Caterpillar http://www.cat.com