Fara í efni

V8 vél Scania 40 ára

Aflið, tilfinningin og auðþekkjanlegt hljóðið er það sem gerir V8 vél Scania að sannkallaðri goðsögn. Aflið, tilfinningin og auðþekkjanlegt hljóðið er það sem gerir V8 vél Scania að sannkallaðri goðsögn. Aflið, tilfinningin og auðþekkjanlegt hljóðið er það sem gerir V8 vél Scania að sannkallaðri goðsögn.

V8 vél Scania hefur ávallt verið sérlega sparneytin miðað við afkastagetu og  hefur haft orð á sér að vera einstaklega endingargóð. Þetta er grunnurinn að velgengni Scania V8 í gegnum tíðina. Það var 14 lítra vélin sem byggði upp hina sterku ímynd og 16 lítra vélin, sem sett var á markað 2000, heldur merkinu enn á lofti.


Unnt er að réttlæta hærri fjárfestingu í upphafi með lægri rekstrarkostnaði yfir lengri tíma. Meira afl felur í sér skemmri afhendingartíma á vöru. Meiri ending og áreiðanleiki í rekstri dregur úr kostnaði. Endursöluvirði er hærra en á ökutækjum frá samkeppnisaðilum. Þetta eru nokkur af þeim atriðum sem kaupendur Scania V8 taka með í reikninginn þegar þeir vilja sitt ökutæki. Sumir vilja jafnvel alls ekki sjá á eftir því að löngum tíma liðnum. Dæmi eru um að vélar hafi verið endurgerðar eftir tveggja milljóna kílómetra akstur sem gerir þær klárar til notkunar í mörg ár til viðbótar. Það er því ekki fullkomlega ljóst hver ending V8 vélarinnar er. Dæmi eru hins vegar um Scania V8 bíla sem eru enn í notkun eftir fimm milljóna kílómetra akstur eða meira.


Konungur er borinn 
Scania afhjúpaði 350 hestafla, 14 lítra, V8-vélina á sjöunda áratug síðustu aldar sem var þá aflmesta vörubílavél í Evrópu. Þeirri stöðu hélt hún í mörg ár. V8 vélin gerði Scania að Konungi veganna.


Þessi nýja 14,2 lítra, V8 vél frá Scania átti sér engan raunverulegan keppinaut á sviði dísilvélaframleiðslu. Hún var hönnuð fyrir forþjöpputækni strax í upphafi og til að vera endingargóð. 260 hestafla afbrigði vélarinnar án forþjöppu var  fáanleg fyrir langferðabíla.
Scania LB140 gerðirnar  áunnu sér strax mikla hylli.


Upp úr miðjum áttunda áratugnum gerðu umferðaryfirvöld sér grein fyrir nauðsyn þess að flutningbílar héldu í við almennan umferðarhraða svo ekki yrðu meiriháttar tafir og umferðarhnútar. Þýsk yfirvöld mæltu með 8 hestöflum á hvert tonn í heildarþunga, þ.e.a.s. rétt yfir 300 hestöfl fyrir 38 tonna heildarþyngd. 375 hestafla, V8 Scania státaði á þeim tíma af nærri 10 hestöflum á hvert tonn sem varð hið almenna viðmið í langflutningum í Evrópu en þó ekki fyrr en 25 árum síðar.  


Afskastageta 14 lítra vélarinnar var síðan aukin í nokkrum þrepum upp í 530 hestöfl og 2.300 Nm eins og hún var í lokagerðinni sem framleidd var á árunum 1995 og 2001. Aflið hafði því aukist á þessum árum um 50 prósent og togið um 85 prósent. 

 
Um 170.000 14 lítra, V8-vélar seldust á árunum 1969 til 2001. Arftakinn var 16 lítra, V8 vélin sem kom á markað árið 2000. Nýja V8 vélin er með nýrri hönnun og boðin í nokkrum stærðum, þ.e. 9, 12, 13 og 16 lítra. 16 lítra, V8 vélin uppfyllti strax Euro 4 staðalinn og núna Euro 5 staðalinn. Aflmesta gerðin skilar nú 620 hestöflum og 3.000 Nm togi.


Scania hefur mörg undanfarin ár verið mestseldi vörubíllinn með yfir 500 hestafla vél.