Fara í efni

Varðandi innköllun á Mitsubishi bílum

Hekla hefur tilkynnt um innköllun á 1657 Mitsubishi bifreiðum af árgerðunum 2017 til 2018. Um er að ræða tegundirnar ASX, Eclipse Cross (árgerð 2018) , Outlander og Outlander PHEV (árgerðir 2017 - 2018). Um er að ræða tvær innkallanir sem í einhverjum tilvikum skarast. Ástæða innkallananna er sú að við eftirlit kom í ljós villa í hugbúnaði annars vegar fyrir stöðugleikakerfi sem gæti haft áhrif á að ABS hemlakerfi virki ekki sem skyldi og hins vegar í árekstrarmildun að framan (FCM e. forward-collision mitigation System) sem gæti aukið hættu á að ekið sé aftan á bifreiðina. 

 

Hekla vill koma því á framfæri að innkallanir eru þekkt fyrirbæri og ekkert óeðlilegt að þær snerti marga bíla hjá bíltegundum sem hafa verið vinsælar eins og Mitsubishi. Til að tryggja að fyllsta öryggis sé gætt hafa framleiðeindur stranga staðla um framkvæmd innkallana og því þarf viðurkenndur þjónustuaðili að framkvæma innköllun. 

Þær innkallanir sem hér um ræðir tengjast hugbúnaði og má líkja við uppfærslur sem flestir þekkja frá t.d. farsímum. Viðgerð felst í hugbúnaðaruppfærslu sem tekur um það bil 20 mínútur og er viðskiptavinum að kostnaðarlausu.

Eigendum þeirra bíla sem um ræðir verður sent bréf þess efnis. Viljir þú vita hvort innköllunin eigi við um þinn bíl, vinsamlegast sendu tölvupóst á upplysingar@hekla.is.