Karfan er tóm.
Aðgerðir til leiðréttingar
Frávik frá stöðlum um útblástursmengun eru eins og fram hefur komið tvenns konar. Annars vegar frábrigði frá staðli um útblástur nituroxíða (NOX) og hins vegar frábrigði í skráningu koldíoxíðs (CO2) í útblæstri.
Þessa dagana er í samvinnu við Volkswagen AG verið að undirbúa aðgerðir til leiðréttingar á útblástursinnihaldi þeirra bíla sem frávik hafa komið upp með. Unnið er með Neytendastofu og Samgöngustofu varðandi framkvæmd innköllunar umræddra bíla.
Verkefninu verður skipt upp í tímabil eftir vélargerðum og er framgangi þess er stjórnað af Volkswagen AG. Byrjað verður á innköllunum í marsmánuði 2016 á bílum með vélum sem eru með 2ja lítra rúmtak. Næsti verkhluti sem snýr að vélum með 1,2 lítra rúmtak hefst í júnímánuði og sá síðasti hefst í byrjun október og snýr þá að vélum með 1,6 lítra rúmtak. Uppfærsluverkefnið verður í vinnslu fram eftir árinu og í raun eins lengi og þörf er á til að klára verkefnið.
Að uppfærslu lokinni samræmast bílarnir þeim kröfum sem í gildi eru gagnvart útblástursinnihaldi. Ekki verður um neina breytingu á eldsneytisnotkun, CO2 innihaldi útblásturs, né á afköstum vélanna.
NOX frávik
Frávikin sem snúa að útblæstri nituroxíða (NOX) voru eins og kunnugt er vegna hugbúnaðar í vélarstjórnbúnaði sem virkjaði búnað vélarinnar til minnkunar á útblástursmengun þegar prófun fór fram á prófunarbekk, en minnkaði virknina í akstri og leyfði þannig meiri útblástur NOX.
Lagfæringar þær sem farið verður í samanstanda af hugbúnaðaruppfærslu allra véla og ísetningu loftflæðibeinis í einni gerð vélanna (1,6 lítra rúmtak). Eftir þessar aðgerðir verður útblástursinnihaldið innan þeirra marka sem við hefur verið miðað í Evrópulöndum.
Breyting sú er gerð er á bílunum snýr að uppfærslu hugbúnaðar vélarstjórnkerfis í öllum vélum og að auki er í bílum með vélar sem hafa 1,6 lítra rúmtak bætt við loftflæðistýringu við loftflæðinema í loftinntaki vélanna.
CO2 frávik
CO2 skráningarfrábrigðin sem gefið var út að væru til staðar hafa verið rannsökuð niður í kjölinn. Upphaflega var talið að CO2 frábrigðið snerti 432 bíla á Íslandi.
Eftir ítarlegar rannsóknir á skráningum hefur komið í ljós að fjórir bílar á Íslandi falla undir CO2 frábrigðið. Enn hefur ekki verið gefið út með hverjum hætti við verður brugðist með þessa bíla, en líklegt er að skráning þeirra verði leiðrétt og verði sú leiðrétting völd að breytingu á skattflokki verður eigendum haldið skaðlausum, eins og Volkswagen hefur þegar gefið út. Ríkisskattsstjóri og Tollstjóri hafa verið upplýstir um þetta mál og lausn unnin í fullu samráði við þau embætti.