Fara í efni

Vel heppnað Audi quattro cup golfmót

Audi quattro cup golfmótið fór fram um helgina, sjöunda árið í röð. Audi quattro cup golfmótið fór fram um helgina, sjöunda árið í röð. Audi quattro cup golfmótið fór fram um helgina, sjöunda árið í röð.
Mikil og góð skráning var á meðal Audi eigenda og voru 116 Audi eigendur skráðir til leiks og komust færri að en vildu. Mótið fór fram á Urriðavelli í Garðabæ í ágætu veðri en nokkuð hvasst var á köflum.

Tvö lið voru jöfn með 37 punkta að loknu móti og var því farið í reglubækur Audi og þar með sigraði Audieigandinn Eiríkur Bragason og félagi hans Gísli Hjálmtýsson. Eiríkur hefur verið dyggur viðskiptavinur HEKLU í áratugi og lengi ekið um á Audi. Munu þeir félagar því keppa fyrir hönd Íslands á Audi quattro cup world final sem fram fer þann 14.-18. desember næstkomandi í Sydney í Ástralíu á New South Wales Golf Club. Óskum við þeim góðrar ferðar um leið og við þökkum þeim og öðrum kylfingum fyrir þátttökuna.