Fara í efni

Vélasvið Heklu kynnir nýja kynslóð Scania R

Vélasvið Heklu í Klettagörðum kynnir um þessar mundir nýja kynslóð Scania R-línunnar. Fyrsti bíll þessarar gerðar hefur nú þegar verið seldur og verður afhentur nær áramótum.Vélasvið Heklu í Klettagörðum kynnir um þessar mundir nýja kynslóð Scania R-línunnar. Fyrsti bíll þessarar gerðar hefur nú þegar verið seldur og verður afhentur nær áramótum.Vélasvið Heklu í Klettagörðum kynnir um þessar mundir nýja kynslóð Scania R-línunnar. Fyrsti bíll þessarar gerðar hefur nú þegar verið seldur og verður afhentur nær áramótum.


Scania R kemur nú með talsverðum endurbótum, nýju útliti að framan og meiri búnaði fyrir ökumann. Bjarni Arnarson, sölustjóri hjá Vélasviði Heklu, segir að hægst hafi um í sölu á vörubílum og vinnuvélum í efnahagssamdrættinum en næg verkefni séu hjá fyrirtækinu í þjónustu bíla og vinnuvéla. Ennfremur rekur fyrirtækið fullkomna smurstöð og hjólabarðadeild með umboði fyrir Goodyear og Dunlop hjólbarða svo fátt eitt sé nefnt.

Scania framleiðir nú þrjár gerðir vöru- og flutningabíla, þ.e. P-, R- og G-línur. R stendur fyrir "raised cab" og er með stærsta ökumannshúsið sem er einkum ætlað fyrir langflutningabíla. G er með millihæð af ökumannshúsi og er ætlað fyrir bíla í miðlungs vegalengdum og P er með lægsta húsið sem ætlað er fyrir minni vörubíla og borgarbíla.


Um 400 Scania á götunum hérlendis

Minnsti bíllinn í R-línunni er 16 tonn að heildarþyngd. R-línan var fyrst kynnt árið 2004 og núna er verið að uppfæra þann bíl. R-línan hefur gengið sérlega vel í Evrópu og hér á landi hefur hann selst gríðarlega vel síðan 2004, enda sala á vörubílum verið mikil undanfarin ár. Bjarni segir að frá fyrsta degi og fram til þessa hafi bíllinn reynst mjög áreiðanlegur og öruggur í rekstri. Vélasvið Heklu hefur verið leiðandi á markaði fyrir vörubíla af þessari stærð síðan árið 2001. Markaðshlutdeildin á síðasta ári var um 32%.

Þeir bílar sem eru í notkun hérlendis er með meðalakstur upp á nálægt 150.000 km á ári. Þar af leiðir að þeir þurfa reglubundna þjónustu. "Það hefur hjálpað okkur hér í þessu árferði að við höfum náð að halda vel utan um þjónustuna við vörubílana," segir Bjarni. Um 400 Scania bílar eru nú í notkun hérlendis. Bjarni segir að hjólin verði samt að snúast áfram í sölu nýrra bíla og vinnuvéla því annars er hætt við að það hægi á starfsemi þjónustunnar.
Bjarni segir að helsta breytingin í nýju kynslóðinni sé bættur aðbúnaður fyrir ökumanninn. Bílnum hafi verið umbylt að innan og svefnaðstaða orðin margfalt betri en áður.

Mælaborðið er nýtt og aðgengi að öllum stjórntækjum verið bætt. "Þessi breyting er mjög ígrunduð og hún er mjög vel heppnuð að öllu leyti. Scania er líka í fyrsta sinn að kynna búnað sem innbyggður er í bílinn og kallast "Driver Support Program"."

Búnaðurinn fylgist með aksturslagi ökumanns og gefur honum einkunn fyrir það sem hann gerir vel og bendir honum á það sem betur mætti fara í akstrinum. Þessar upplýsingar koma upp á skjá í mælaborðinu. Þegar ökumaður hefur til dæmis ekið upp brekku lætur búnaðurinn hann vita hvernig hann hafi ekið og hvernig hann hefði getað gert öðruvísi, t.a.m. með gírskiptingum, hemlun og inngjöf. Tilgangurinn er að ná niður eldsneytiseyðslu og sparnaði á viðhaldskostnaði hemlakerfis svo dæmi sé tekið. Scania er eini framleiðandinn á markaðnum með þennan búnað."


Eldsneytisparnaður allt að 10% á hundraðið

Bjarni segir að búnaðurinn geti leitt til mikils sparnaðar.  Við raunprófun á Driver Support Program í Skandinavíu náðist 10% sparnaður á hundraðið. Búnaðurinn heldur ökumanninum við efnið en pirrar hann ekki með óþarfa hljóðmerkjum eða uppáþrengjandi boðum. Fyrir utan eldsneytissparnað og minna viðhald á hemlakerfi leiðir búnaðurinn til vægari áhrifa á umhverfið.

Scania R er jafnframt með uppfærslu á sjálfvirka skiptibúnaðinum Opticruise. Nú getur ökumaður valið um að sleppa kúplingspedala. Gírkassinn er engu að síður beinskiptur en sjálfvirkur búnaður sér um skiptingarnar fyrir ökumann.

Scania hefur til þessa fengist með 9 lítra, 11, 12 og 16 lítra vélum. 9 lítra vélin, frá 230 upp í 320 hestafla, verður fáanleg áfram í minni útfærslum bílsins. Með nýju kynslóðinni kemur ný 13 lítra vél sem er 360, 400, 440 og 480 hestafla. Stærsta vélin er 16 lítra, V8, allt upp í 620 hestöfl.

"13 lítra vélin skilar gríðarlega háu togi; 480 hestafla vélin skilar t.a.m. 2.500 Nm togi. Kosturinn við 13 lítra vélarnar er að þær eru með EGR-búnað og þurfa því ekki íblöndunarefni með eldsneytinu. Við getum nú boðið allar vélar upp að 480 hestöflum með EGR-búnaði. Því fylgja miklir kostir. Það sparast til að mynda pláss utan á bílnum þar sem ekki þarf tank fyrir íblöndunarefnið og svo þarf ökumaður ekki að huga að aðgengi að efninu sjálfu og losnar við kostnaðinn af því. V8-vélin er hins vegar SCR sem notar AddBlue íblöndunarefni. Vélarnar eru allar af Euro 5-staðli sem tekur gildi núna 1. október," segir Bjarni.

Alls konar aukabúnaður er í boði með Scania R, eins og t.d. hraðastillir með aðlögunarhæfni og fleira.

Í Klettagörðum er Vélasviðið ennfremur með allsherjar þjónustu fyrir vinnuvélar og flutningabíla. "Við erum með dekkjaþjónustu í enda hússins og einbeitum okkur aðallega að stórum tækjum, vinnuvélum og vörubílum. Engu að síður skiptum við líka um dekk á fólksbílum og bjóðum upp á góða aðkomu og gott pláss. Við erum með smurþjónustu fyrir öll ökutæki, samt með aðaláherslu á stóru bílana. Hér eru tvær 30 metra langar gryfjur þannig að við getum tekið inn bíl með vagni aftan í af lengstu gerð. Hér er líka öll almenn viðgerðar- og viðhaldsþjónusta á vinnuvélum og vörubílum. Við þjónustum líka sjávarútveginn með viðhaldi og viðgerðum á Caterpillar ljósa- og aðalvélum. Við erum með umboð fyrir stórar loftpressur frá Ingersoll Rand sem eru í notkun hjá álverum, sjúkrahúsum og stærri stofnunum og fyrirtækjum. Við erum með geysilega öfluga þjónustu í kringum það. Það hefur verið með okkur í þessari niðursveiflu að hafa eggin í mörgum körfum," segir Bjarni.