Karfan er tóm.
Takk Vestmannaeyjar!
Í tilefni af fádæma vinsældum Mitsubishi Outlander PHEV í Vestmannaeyjum slær Mitsubishi ásamt Nethamri upp í grill laugardaginn 19. október milli klukkan 12:30 og 16:00 hjá Nethamri, Garðavegi 15. Á boðstólum verða grillaðar pylsur og meðlæti og er öllum boðið.
Hinn rafknúni Mitsubishi Outlander PHEV bíllinn hefur svo sannarlega slegið í gegn í Vestmannaeyjum. Að jafnaði seljast tveir Outlander PHEV á mánuði til Vestmannaeyja og alls eru nú skráðir 77 bílar í Vestmannaeyjum og ekkert lát á vinsældunum. Ef Mitsubishi Outlander PHEV bílafloti Vestmannaeyinga æki 5.000 km á ári gætu sparast vel yfir tuttugu tonn af eldsneyti á ári miðað við akstur á stórum bensín- eða hybridjeppling með 7,5 l./100km eyðslu. Það sem gerir Outlander PHEV einstaklega hentugan í Vestmannaeyjum er sú staðreynd að daglegur akstur er í flestum tilvikum undir 40 kílómetrum sem gerir fólki kleift að aka nánast alfarið á rafmagnshleðslu, sem er bæði umhverfisvænt og hagkvæmt auk þess sem íslensk orka er nýtt í stað þess að reiða sig á innflutta orkugjafa.
Outlander PHEV verður ekki eini bílinn á staðnum heldur mætir öll fjórhjóladrifna Mitsubishi fjölskyldan til Vestmannaeyja. Hörkutólið L200 sem slegið hefur í gegn hjá ævintýragjörnum veiðimönnum er á staðnum auk þess sem kynntir verða til leiks nýjustu fjölskyldumeðlimir Mitsubishi fjölskyldunnar. Eclipse Cross kemur í fyrsta skipti til Eyja en hann var hannaður til sigurs og hefur rakað að sér verðlaunum ásamt sportjeppanum ASX, sem var frumsýndur í lok september.
Við hlökkum til að sjá sem flesta í Mitsubishi grillinu í Vestmannaeyjum.
- Starfsfólk Mitsubishi og Nethamars