Karfan er tóm.
Styrkir til rafbílakaupa
Nýtt stuðningskerfi fyrir kaup á rafbílum tók gildi nú um áramótin. Kaupendur hreinorku fólksbíla sem kosta undir 10 m.kr. geta sótt um styrk að upphæð 900.000 kr. hjá Orkusjóði í gegnum Ísland.is. Upphæðin er greidd á bankareikning kaupanda bifreiðarinnar innan tveggja daga að jafnaði eftir að umsókn berst.
Af vefsíðu Orkustofnunar:
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra veitir styrki vegna kaupa á ökutækjum er hafa engan útblástur, eru hreinorkutæki eða losunarfrí ökutæki og við veitingu þeirra fer samkvæmt þessum reglum. Styrkveitingar fara í gegnum Orkusjóð og er þeim ætlað að hvetja til kaupa á ökutækjum er ganga fyrir hreinni endurnýjanlegri orku í þeim tilgangi að hraða orkuskiptum í samgöngum með það að megin markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Styrkirnir eru veittir til einstaklinga og lögaðila sem eru skráðir sem eigendur styrkhæfra ökutækja hér á landi hjá Samgöngustofu.
Sjá nánar á vefsíðu Orkustofnunar