Karfan er tóm.
Vistvænir dagar HEKLU hefjast á metan-fimmtudegi!
09. nóvember. 2016
Á Vistvænum dögum HEKLU er fimmtudagurinn 10. nóvember tileinkaður metani og áhersla er lögð á að kynna tæknina, bílana og þjónustu við metanbílaeigendur. Nýr VW Eco Up! metanbíll verður frumsýndur ...
Á Vistvænum dögum HEKLU er fimmtudagurinn 10. nóvember tileinkaður metani og áhersla er lögð á að kynna tæknina, bílana og þjónustu við metanbílaeigendur. Nýr VW Eco Up! metanbíll verður frumsýndur og boðið verður upp á kynningu og reynsluakstur á öðrum metanbílum Volkswagen sem og Skoda.
Á örfyrirlestrum kl. 12 og kl. 16.30 verða eftirfarandi hliðar metanorkugjafans ræddar:
- Íslensk metanframleiðsla. Sorpa framleiðir íslenskt metaneldsneyti með endurvinnslu sorps. Sorpa greinir meðal annars frá áformum um stóraukna metanvinnslu næstu árin með opnun nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar.
- Dreifing íslenskrar orku. Olís rekur metanafgreiðslustöðvar bæði í Reykjavík og á Akureyri. Olís mun meðal annars greina frá því hvernig metandreifing er hluti af virkri umhverfisstefnu Olís.
- Metan í umhverfisvænni höfuðborg. Reykjavíkurborg hefur sett sér markmið um kolefnishlutleysi og aðlögun aðloftslagsbreytingum ásamt aðgerðaáætlun til ársins 2020. Metanið hefur hlutverk í því að ná þessu markmiði.
- Vistvænir metanbílar. HEKLA býður framúrskarandi metanbíla frá Skoda og Volkwagen. Vinsældir metanbílsins hafa stóraukist undanfarin ár og munu fulltrúar HEKLU segja frá ástæðu þessa og kynna fjölbreyttar tegundir metanbíla.
- Sjálfbærni; Metanframleiðsla í Flóanum. Í Hraungerði í Flóahreppi framleiða kýrnar ekki bara mjólk því mykjan er einnig virkjuð til metaneldsneytis.
Vertu velkomin á örfyrirlestra hjá HEKLU, Laugavegi 170-174 kl. 12 eða kl 16.30.