Karfan er tóm.
Vistvænn bílafloti
Á dögunum fékk Valitor afhenda þrjá rafknúna bíla af gerðinni Volkswagen e-Golf sem verða notaðir til að þjónusta viðskiptavini félagsins eins og segir í fréttatilkynningu frá Valitor. Okkur finnst umhverfis- og samgöngustefna Valitor til fyrirmyndar.
Í fréttatilkynningu frá þeim segir: Valitor fylgir skýrri umhverfis- og samgöngustefnu. Umhverfisvænn ferðamáti er lykilatriði og hefur fyrirtækið í því skyni keypt þrjá rafknúna bíla af gerðinni Volkswagen e-Golf sem verða notaðir til að þjónusta viðskiptavini félagsins. Nýju bifreiðarnar búa yfir mikilli snerpu en eru samt fullkomnlega hljóðlátar og lausar við mengandi útblástur, enda er rafmagn eini orkugjafi þeirra. Akstursdrægni bílanna er allt að 190 km, rafhlaðan endist vel og er sérhönnuð til að taka sem minnst rými. Rafknúnar bifreiðar eru sérlega áhugaverður framtíðarkostur hér á landi vegna aðgangs að vistvænni, ódýrri raforku og gjaldeyrissparnaðar fyrir þjóðarbúið.
Höfuðstöðvar Valitor við Dalshraun í Hafnarfirði eru sérhannaður grænn reitur með hleðslustöðvum fyrir rafbíla fyrirtæksins og rafknúna bíla starfsmanna. Náttúruleg loftræsting er í bílakjallara sem er ásamt hæðum hússins búinn sérstakri ljósastýringu er dregur úr orkunotkun. Höfuðstöðvarnar eru í svokallaðri grænni leigu sem tekur m.a. til endurvinnslu og sorpmála, innkaupa á rekstrar- og byggingarvörum og notkunar rafmagns og hitaveitu. Lögð er áhersla á einfaldar lausnir sem lágmarka orkunotkun, eru sjálfbærar og krefjast sjaldnar endurnýjunar.
Valitor býður starfsfólki sínu samgöngusamning sem stuðlar að vistvænum, hagkvæmum og heilsusamlegum ferðamáta. Þannig eru starfsmenn hvattir til að leggja bensín- og dísilknúnum bifreiðum sínum en ferðast þeirra í stað til og frá vinnu á hjóli eða með því að nýta almenningssamgöngur.
http://valitor.is/um-valitor/frettir/frett/2015/03/27/Vistvaenn-bilafloti-Valitor-/