Fara í efni

Volkswagen EcoFuel lækkar rekstrarkostnað um helming

Um áramót var gildistími ákvæða um niðurfellingu vörugjalda til handa metanknúnum fólksbílum framlengdur til 31. des 2010. Kynntu þér metanknúnu EcoFuel bílanna frá VolkswagenUm áramót var gildistími ákvæða um niðurfellingu vörugjalda til handa metanknúnum fólksbílum framlengdur til 31. des 2010. Kynntu þér metanknúnu EcoFuel bílanna frá VolkswagenUm áramót var gildistími ákvæða um niðurfellingu vörugjalda til handa metanknúnum fólksbílum framlengdur til 31. des 2010. Kynntu þér metanknúnu EcoFuel bílanna frá Volkswagen
 
Metanknúnir bílar njóta áframhaldandi stuðnings stjórnvalda
 
 
Um áramót var gildistími ákvæða um niðurfellingu vörugjalda til handa metanknúnum fólksbílum framlengdur til 31. des 2010. Það þýðir að metanknúnir fólksbílar bera engin vörugjöld en sambærilegir fólksbílar knúnir hefðbundnum orkugjöfum bera 30% vörugjöld.  Þetta þýðir um leið að metanknúinn Volkswagen Passat kostar aðeins 4.250.000 kr. á meðan sambærilegur bíll knúnin bensíni kostar 4.910.000 kr. Drægni Volkswagen Passat EcoFuel er hátt í 900 kílómetrar.
 
Metanbílar hafa verið seldir á Íslandi í 10 ár og hefur Volkswagen um 80% markaðshlutdeild í þeim flota. Í dag býður Volkswagen upp á fjórar gerðir metanknúinna ökutækja í fjölmörgum EcoFuel útfærslum. Volkswagen Passat, Volkswagen Touran, Volkswagen Caddy, Volkswagen Caddy Life. Rekstrarkostnaður metanknúinna bifreiða er allt að helmingi lægri þar sem eining metans samanburðarhæf við líter af eldsneyti kostar aðeins 87,5 kr. Drægni metanknúinna bíla er hátt í 900 kílómetra þar sem hægt er að aka yfir helming vegalengdar á metani. Í dag eru tvær metanstöðvar á höfuðborgarsvæðinu, á stöðvum N1 í Ártúnsbrekku og í Helluhrauni í Hafnarfirði.
 
Í nágrannalöndum svo sem í Svíþjóð hefur orðið mikil aukning í sölu metanknúinna ökutækja. Volkswagen Passat EcoFuel er í dag mest seldi metanbíll Svíþjóðar og er á meðal mest seldu bíla landsins.
 
Næg framleiðsla er á metani hér á Íslandi til að knýja áfram að minnsta kosti 3.500 bíla miðað við núverandi framleiðslugetu í Álfsnesi. Metanvæðing ökutækja er því ein leið til að minnka útblástur íslenska bílaflotans eins og íslensk stjórnvöld hafa boðað.