Fara í efni

Volkswagen endurheimtir forystusætið í Evrópu

- Kaupendur sýna nýjum gerðum mikinn áhuga Volkswagen hefur endurheimt forystusætið í Evrópu. Ef miðað er við fjölda nýskráðra ökutækja er Volkswagen vinsælasta merkið en alls voru skráðir 1,416 milljón Volkswagen-bílar í Evrópu frá janúar til nóvember 2005 á EES svæðinu. - Kaupendur sýna nýjum gerðum mikinn áhuga Volkswagen hefur endurheimt forystusætið í Evrópu. Ef miðað er við fjölda nýskráðra ökutækja er Volkswagen vinsælasta merkið en alls voru skráðir 1,416 milljón Volkswagen-bílar í Evrópu frá janúar til nóvember 2005 á EES svæðinu. - Kaupendur sýna nýjum gerðum mikinn áhuga Volkswagen hefur endurheimt forystusætið í Evrópu. Ef miðað er við fjölda nýskráðra ökutækja er Volkswagen vinsælasta merkið en alls voru skráðir 1,416 milljón Volkswagen-bílar í Evrópu frá janúar til nóvember 2005 á EES svæðinu. „Volkswagen er öflugt merki. Nú sjáum við árangur mikillar sóknar á markaðnum" sagði dr. Wolfgang Bernhard, stjórnarformaður Volkswagen í Wolfsburg. „Kaupendur um alla Evrópu heillast af gerðunum okkar. Þetta gefur okkur meðbyr fyrir næsta ár" sagði Bernhard ennfremur.

„Þessa forystu geta keppinautar okkar ekki unnið upp á síðasta mánuði ársins," sagði Bernhard. Í nóvember voru nýskráningar 129 þúsund. Þar með er markaðshlutdeild Volkswagen 11,1% í nóvember, rúmum 1,7% prósentustigum meira en næsta merki.

Volkswagen Golf er langvinsælasta tegundin í Evrópu. Frá janúar til loka október voru nýskráningar á Golf um 500 þúsund. „Vinsældir Golf hafa aukist stórlega í ár og aðrar tegundir standa langt að baki" sagði Bernhard. Kynningin á Golf Plus hefur átt mikinn þátt í þessari þróun. „Þessi velgengni sýnir að nýstárlegar hugmyndir og hugtök gera okkur kleift að vaxa og eflast, þrátt fyrir mikla samkeppni á fólksbílamarkaðnum." Aðrar gerðir sem voru kynntar til sögunnar árið 2005 náðu fljótt fótfestu á markaðnum. Ásamt Golf Plus kynnti Volkswagen einnig nýjan Polo, nýjan Fox, nýjan Passat glæsivagn, nýja Jettu, nýja Bjöllu og nýja Bjöllu með blæju, nýjan Passat skutbíl og Golf R32. Að auki kynnti Volkswagen nýja Eos-bílinn á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt og EcoRacer á sýningunni í Tókýó.