Karfan er tóm.
Volkswagen fyrsta val þegar kemur að öryggi
Fjórar gerðir Volkswagen fengu viðurkenninguna “Fyrsta val þegar kemur að öryggi” í nýjustu útgáfu tímarits hinnar óháðu bandarísku öryggisstofnunar, "Insurance Institute for Highway Safety", IIHS. Gerðirnar, sem eru Golf, Jetta, Passat og Eos hlutu allar toppeinkunnir hver í sínum stærðarflokki. Þar með hlutu þær hver fyrir sig hina eftirsóttu viðurkenningu. Þessar viðurkenningar ásamt samsvarandi viðurkenningu á sviði öryggismála sem hlotnaðist Tiguan í ágústmánuði sýna að Volkswagen er einn þeirra bílaframleiðenda sem hefur upp á öruggustu bílana að bjóða.
Í Bandaríkjunum er Golf seldur undir heitinu Rabbit og hlaut hann þessi eftirsóknarverðu verðlaun í flokki smábíla. Jetta og Passat báru sigur úr býtum í flokki millistærðarbíla. Eos sigraði í flokki blæjubíla í millistærð.
IIHS hefur framkvæmt árekstrarprófanir á fólksbílum fyrir bandarísku tryggingafélögin allt frá árinu 1995 til að kanna öryggi allra gerða fólksbíla. Góð útkoma gerðanna fimm frá Volkswagen byggir á árekstrarprófunum að framan, til hliðar og að aftan sem allir fólksbílar sem fara á markað í Bandaríkjunum þurfa að standast.
Til að ganga úr skugga um árekstrarvarnir bílanna fengu þeir högg á sig að framan sem jafngildir því að þeim sé ekið á 64 km hraða á klst á fyrirstöðu. Þá var hreyfanlegum bita sem líkist framenda á pallbíl eða jeppa ekið inn í hlið bílanna á 50 km hraða á klst. Ennfremur var mælt það átak sem kemur á farþega þegar ekið er aftan á bíl.
Meira um viðurkenninguna hér: http://www.iihs.org/news/rss/pr092508.html