Fara í efni

Volkswagen Golf Heimsbíll ársins 2009

Volkswagen Golf hefur verið útnefndur Heimsbíll ársins 2009. Dómnefnd, sem skipuð var fimmtíu og níu bílablaðamönnum frá 25 löndum, tilkynnti um valið á blaðamannafundi á alþjóðlegu bílasýningunni í New York sem nú stendur yfir. Volkswagen Golf hefur verið útnefndur Heimsbíll ársins 2009. Dómnefnd, sem skipuð var fimmtíu og níu bílablaðamönnum frá 25 löndum, tilkynnti um valið á blaðamannafundi á alþjóðlegu bílasýningunni í New York sem nú stendur yfir. Volkswagen Golf hefur verið útnefndur Heimsbíll ársins 2009. Dómnefnd, sem skipuð var fimmtíu og níu bílablaðamönnum frá 25 löndum, tilkynnti um valið á blaðamannafundi á alþjóðlegu bílasýningunni í New York sem nú stendur yfir.

 

“Það er gríðarlegur heiður fyrir Volkswagen að mest seldi bíll fyrirtækisins, Golf, skuli vera útnefndur Heimsbíll ársins 2009,” segir Stefan Jacoby, yfirmaður Volkswagen í Bandaríkjunum. “Þetta gefur okkur byr undir báða vængi við markaðssetningu á Golf hér í Bandaríkjunum. Við bíðum spenntir eftir komu sjöttu kynslóðar Golf, sem verður í komin í sýningarsali Volkswagen síðar á þessu ári. Frómt frá sagt erum við þeirrar trúar að þetta sé besti Golfinn frá upphafi.”

 

Yfir 26 milljónir Golf hafa selst í 120 löndum. Golf er því lang vinsælasta gerð Volkswagen og einn af söluhæstu bílum sögunnar. Sjötta kynslóð Golf var fyrst sýnd á bílasýningunni í París síðastliðið haust og var hún frumkynnt í Bandaríkjunum á bílasýningunni í New York. Hönnun nýs Golf miðar meðal annars að því að gera bílinn hljóðlátari, sportlegri og sparneytnari. Yfirbyggingin státar af hreinum og skýrum línum sem endurspegla nálgun Volkswagen í hönnun þar sem útgangspunkturinn er hrein akstursánægja.

 

Nýr Golf endurspeglar ennfremur nýja aðferðafræði Volkswagen í vöruþróun sem miðar að því að skerpa á einkennum merkisins í öllum stærðarflokkum og að samræma í auknum mæli tegundarheiti út um allan heim.


Nýr Golf verður frumsýndur hjá HEKLU í maí.