Karfan er tóm.
Volkswagen í 50 ár
14. janúar. 2002
Í desember 1952 var gerður samningur milli Heklu hf. og Volkswagenwerk G.m.b.H. í Þýskalandi þar sem Heklu er veitt einkaumboð fyrir Volkswagenwerk á Íslandi. Fyrstu Volkswagen bifreiðarnar komu til landsins 1953, en vegna innflutningshafta var hér fyrst og fremst að ræða bíla, sem keyptir voru fyrir svokallaðan "sjómannagjaldeyri".
Í desember 1952 var gerður samningur milli Heklu hf. og Volkswagenwerk G.m.b.H. í Þýskalandi þar sem Heklu er veitt einkaumboð fyrir Volkswagenwerk á Íslandi. Fyrstu Volkswagen bifreiðarnar komu til landsins 1953, en vegna innflutningshafta var hér fyrst og fremst að ræða bíla, sem keyptir voru fyrir svokallaðan "sjómannagjaldeyri".
Í desember 1952 var gerður samningur milli Heklu hf. og Volkswagenwerk G.m.b.H. í Þýskalandi þar sem Heklu er veitt einkaumboð fyrir Volkswagenwerk á Íslandi. Fyrstu Volkswagen bifreiðarnar komu til landsins 1953, en vegna innflutningshafta var hér fyrst og fremst að ræða bíla, sem keyptir voru fyrir svokallaðan "sjómannagjaldeyri".
Fyrir í landinu voru þá fáeinar Volkswagen "Bjöllur", sem fluttar höfðu verið inn notaðar af eigendum þeirra. Þrátt fyrir þessi innflutningshöft, sem voru í gildi til 1960, tókst Heklu að selja 773 bíla af Volkswagen gerð á því tímabili, en á aðeins rúmu ári, eða í árslok 1961 var heildartalan orðin um 1500 bílar. Eins og annarsstaðar í heiminum varð Volkswagen Bjallan gríðarlega vinsæll bíll hérlendis og þegar best lét var hlutdeild þessa vinsæla bíls, sem varð táknrænn sem "Þýska undrið", um 30% heildarinnflutnings fólksbíla hérlendis. Þegar framleiðslu á Volkswagen Bjöllunni lauk í Þýskalandi, hafði HEKLA selt ríflega 14.000 bíla af þeirri gerð, sem skráðir voru hérlendis, auk þess sem talsverður fjöldi var seldur varnarliðsmönnum á Keflavíkurflugvelli og fluttur beint út til Bandaríkjanna. Árið 1954 hóf HEKLA einnig innflutning á Volkswagen Transporter, sem var sendibíll og gekk undir nafninu "Rúgbrauð". Þessi bíll náði strax miklum vinsældum vegna góðrar nýtingar á rými og hagkvæmni í rekstri og hefur um árabil verið algengastur nýskráðra bíla í sínum flokki hérlendis. Eftir að framleiðslu lauk á Volkswagen Bjöllunni í Þýskalandi hófu Volkswgenverksmiðjurnar framleiðslu á nýjum gerðum, gjörólíkum Bjöllunni, bæði að útliti og vélbúnaði og ber þar hæst Volkswagen Golf, sem árum saman hefur átt sölumet í Evrópu.