Fara í efni

Volkswagen kynnir Concept BlueSport, aflmikill en sparneytinn sportbíll fullur af tækni

Volkswagen er að kynna hugmyndabíl sem ætti að fá hjörtu sportbílaunnenda til að slá hraðar.Volkswagen er að kynna hugmyndabíl sem ætti að fá hjörtu sportbílaunnenda til að slá hraðar.Volkswagen er að kynna hugmyndabíl sem ætti að fá hjörtu sportbílaunnenda til að slá hraðar.

Concept Bluesport heitir bíllinn og er tveggja sæta, tæplega fjögurra metra langur sportbíll með miðstæðri vélarstaðsetningu. Hann er kynntur eingöngu með TDI og TSI vélum. Vegna staðsetningar vélarinnar er þyngdardreifingin því sem næst jöfn á fram- og afturás, 45:55, sem tryggir mikinn stöðugleika í akstri.


TDI dísilvélin er með tveggja lítra slagrými og skilar 180 hestöflum. Það er þó kannski frekar snúningsvægið sem vekur athygli sem er 350 Nm strax við 1.750 snúninga sem er álíka snúningsvægi og fæst úr 300 hestafla V6 bensínvél. Aflinu er skilað til afturhjólanna í gegnum sex gíra, tvíkúplandi DSG-gírkassa sem skiptir sér sjálfur eða fær ökumanninum það verkefni með skiptiflipum við stýrið. Með þessum búnaði nær bílinn 100 km hraða á 6,6 sekúndum og hámarkshraðinn er 226 km/klst.


Hámarksafl – lágmarks eldsneytiseyðsla Útgangspunkturinn við hönnun bílsins var hámarksafl og lágmarks eldsneytiseyðsla. Til þess að ná niður þyngd bílsins er vélarhlífin gerð úr áli og blæjutoppurinn er sá léttasti í bíl þessarar gerðar, 27 kg. Alls vegur bíllinn ekki nema 1.200 kg sem þýðir að fyrir hver 6,6 kg af þyngd bílsins er eitt hestafl. Þetta tryggir bílnum sportlegt viðbragð og lipra aksturseiginleika. TDI vélin er með nýjustu gerð samrásarinnsprautunar og sérstakri sótagnasíu.


Vélin uppfyllir Euro-6 mengunarreglugerðina sem tekur ekki gildi fyrr en 2014. Meðaleyðsla þessa aflmikla sportbíls er ekki nema 4,3 lítrar á hundraðið. Koltvísýringslosunin er 113 gr/km. Concept BlueSport er hluti af hinum umhverfisvænu BlueMotion gerðum Volkswagen. Þaðan fær hugmyndabíllinn tvær tækninýjungar sem stuðla að lágri eldsneytiseyðslu og útblæstri. Önnur er sjálfvirk stöðvun vélarinnar sem nýtist ekki síst í borgarakstri. Þegar bíllinn er stöðvaður t.d. á rauðu umferðarljósi drepst á vélinni og hún fer strax í gang á ný þegar ökumaður stígur á eldsneytisgjöfina. Þetta skilar allt að 0,2 lítra eldsneytissparnaði í borgarakstri. Hin nýjungin er hemlakerfið sem framleiðir raforku inn á rafgeyminn þegar bílnum er hemlað. Þetta minnkar álagað á vélina og sparar þar með eldsneyti. 

 

Ljóst er að með Concept BlueSport ætlar Volkswagen að undirstrika áherslur framleiðandans á að framleiða sparneytnari bifreiðar án þess þó að taka akstursánægjuna út fyrir sviga.