Karfan er tóm.
Volkswagen og Skoda sigurvegarar í sparaksturskeppni Atlantsolíu og FÍB
Hin árlega sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu fór fram í dag og voru 22 bílar skráðir til leiks og var keppt í sjö flokkum.
- Í flokki bensínbifreiða til 1200 cc sigraði Volkswagen Fox með eyðslu upp á 4,02 lítra á hundraði.
- Í flokki díselbifreiða með 1201 til 1600 cc sigraði Volkswagen Fox 1.4 Tdi með 3,31 lítra á hundraði.
- Skoda Octavia sigraði í flokki dieselbifreiða með 1601 til 2500 cc með 3,02 lítra á hundraði í eyðslu.
Fyrsti bíllinn í sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu var ræstur kl. 12:00 í dag af Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, formanni umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur.
Var ekið austur Þingvallaveg, Grafning og Grímsnes og að bensínstöð Atlantsolíu á Selfossi. Síðan var ekið yfir Ölfusárbrú suður Eyrarbakkaveg og um Þrengsli til Reykjavíkur. Upphafs- og endastöð keppninnar var við bensínstöð Atlantsolíu við Bíldshöfða við Húsgagnahöllina.
Góður árangur Volkswagen og Skoda bifreiða kemur ekki á óvart því þessar tvær bílategundir oftsinnis unnið þessar keppnir síðustu ár enda sparneytnar og hagkvæmar bifreiðar í hæsta gæðaflokki. Skoda Octavia hefur sigrað í þessari keppni tvisvar sinnum og þrisvar sinnum í sínum flokki síðustu þrjú árin.
Þá muna margir eftir því þegar Skoda Octavia ók hringinn í kringum landið á einum tanki og gott betur, því eftir að bíllin hafði lokið fyrsta hring í Reykjavík, var honum ekið á sömu fyllingu norður í Víðihlíð í Skagafirði og hafði þá ekið 1.515 km. á sama bensíntank.