Fara í efni

Volkswagen samsteypan fær fjögur gullin stýri!

Þann 5. nóvember sl. veitti blaðið BILD Am Sonntag hin eftirsóttu verðlaun Gullna Stýrið 2008. Þann 5. nóvember sl. veitti blaðið BILD Am Sonntag hin eftirsóttu verðlaun Gullna Stýrið 2008. Þann 5. nóvember sl. veitti blaðið BILD Am Sonntag hin eftirsóttu verðlaun Gullna Stýrið 2008.

Ein verðlaun voru veitt í hverjum stærðarflokki en að þessu sinni vann Volkswagen samsteypan, sem samanstendur af Volkswagen, Audi, Seat, Skoda, Bentley, Bugatti og Lamborghini, til hvorki meira né minna en til verðlauna í fjórum af fimm stærðarflokkum.

 

Hinn nýji Volkswagen Golf VI sem kynntur var á risablaðamannakynnignu á Íslandi í september hlaut Gullna stýrið í minni fólksbílaflokki, í millistærðarflokki var það hinn nýi Skoda Superb og í flokki jeppa og jepplinga var það lúxusjepplingurinn Audi Q5. Að sögn HEKLU verða allir þessir bílar kynntir hér á landi á næsta ári. Einnig voru veitt verðlaun í flokki tvennra dyra bíla (Coupé) en þar bar BMW 1 Coupé sigur úr býtum en Seat Ibiza vann í flokki smábíla. Græna stýrið, sem eru sérstök umhverfisverðlaun, féll að þessu sinni í skaut Mercedes-Benz fyrir BlueTec-System tæknilausnarinnar fyrir dísilvélar.

 

Þetta er má þykja gríðarlega góður árangur hjá Volkswagen AG sem er í dag orðinn einn stærsti bílaframleiðandi í heimi.