Karfan er tóm.
Volkswagen setur met í sölu og hagnaði 2008
Um er að ræða bestu afkomu í sögu VW-samstæðunnar. Sölutekjur námu 113,8 milljörðum evra og jukust um 4,5 prósent. Alls seldust 6,3 milljónir ökutækja sem er 1,3 prósent aukning frá fyrra ári. Hagnaður af starfseminni nam 6,3 milljarðar evra sem er 3 prósent aukning miðað við fyrra ár.
“Volkswagen átti mikilli velgengni að fagna á árinu 2008. Við lögðum gríðarlega áherslu á öllum sviðum að ná markmiðum okkar og það tókst,” segir dr. Martin Winterkorn, stjórnarformaður Volkswagen samstæðunnar. “Nú beinum við sjónum að framtíðinni því eitt er víst; bílamarkaðurinn mun taka við sér á ný. Hjá Volkswagen er unnið afar skipulega að undirbúningi fyrir þann tíma sem þá rennur upp.”
Þetta er í fyrsta sinn sem bifreiðaframleiðsla VW skilar yfir tíu prósenta arði af fjárfestingum, alls 10,9 prósentum, en í fyrra var hlutfallið 9,5 prósent. “Hæfni okkar til að þróa nýjar bílgerðir og nýja tækni ásamt traustri fjárhagsstöðu okkar gefur okkur gott forskot á keppinautana í efnahagssamdrættinum sem nú ríkir,” segir Hans Dieter Pötsch, fjármálastjóri VW.
Dr. Winterkorn segir að afkoma VW hefði náð algjörlega nýjum hæðum ef ekki hefði verið fyrir hinn alþjóðlega samdrátt í bílasölu í heiminum á árinu.
Á síðasta ári varði VW samstæðan um 6,8 millljörðum evra til þróunar nýrra bílgerða og tækni og til uppbyggingar verksmiðja í Rússlandi og á Indlandi. Mestur hluti þróunarkostnaðar var vegna BlueMotionTechnologies umhverfistækni og þróunar eldsneytissparandi tækni fyrir umhverfisvæna bíla fyrirtækisins í framtíðinni.
Volkswagen bifreiðar útbúnar BlueMotionTechnologies umhverfistækni, svo sem TDI®, DSG®, TSI® og EcoFuel, eru nú þegar fáanlegar hjá HEKLU.