Fara í efni

Volkswagen Tiguan - Öryggi eins og það gerist mest

Evrópskur VW Tiguan hlýtur toppeinkunn í NCAP árekstrarkönnuninni í Bandaríkjunum Ennfremur fyrstu einkunn fyrir styrkleika í þaki í könnun IIHS Evrópskur VW Tiguan hlýtur toppeinkunn í NCAP árekstrarkönnuninni í Bandaríkjunum Ennfremur fyrstu einkunn fyrir styrkleika í þaki í könnun IIHS Evrópskur VW Tiguan hlýtur toppeinkunn í NCAP árekstrarkönnuninni í Bandaríkjunum Ennfremur fyrstu einkunn fyrir styrkleika í þaki í könnun IIHS

 

Tiguan er ekki eingöngu einn vinsælasti bíll í sínum stærðarflokki heldur einnig sá öruggasti. Enn á ný er framúrskarandi árangur VW á sviði öryggismála staðfestur, nú með þremur sjálfstæðum árekstrarprófunum.


Skilvirkni hins óvirka öryggisbúnaður Tiguan hlaut hæstu einkunn sjálfstæðra rannsóknarstofnana jafnt í Bandaríkjunum og Evrópu. Í júlí hlaut Tiguan fullt hús stiga, fimm stjörnur, í árekstrarkönnun NCAP (New Car Assessment Program) í Bandaríkjunum. 


Í könnun NHTSA, (National Highway Traffic Safety Administration), voru þrjú atriði sérstaklega könnuð með tilliti til árekstravarna; árekstur að framan, á hlið og stöðugleiki með tilliti til hættu á veltu. Tiguan, sem er mestseldi jepplingurinn í Evrópu, hlaut fimm stjörnur hvað varðar varnir fyrir farþega í framsæti og ökumann og fjórar stjörnur fyrir stöðugleika.


Í öllum tilvikum mátu dómnefndir hættu á meiðslum mjög litla. Frammistöðu Tiguan má rekja til heildrænnar öryggishönnunar á farþegarými bílsins sem ennfremur tók mið af aflögunarsvæðum sem gleypa í sig mestu kraftana sem verða við árekstur.


Það voru tryggingafélög í Bandaríkjunum sem hleyptu IIHS-könnuninni af stokkunum á sínum tíma, (Insurance Institute of Highway Safety), og IIHS hefur staðið fyrir árekstrarprófununum með reglubundnum hætti síðan 1995. IIHS gaf Tiguan þá einkunn að hann væri “Öruggasti valkosturinn”.  Aukinheldur hlaut þessi vinsæli jepplingur hæstu einkunn frá upphafi í flokki jepplinga fyrir stöðugleika og styrk í þaki.


Tiguan fékk bestu mögulega útkomu, fimm stjörnur, í EuroNCAP prófuninni 2009, þar sem gerðar eru enn meiri kröfur til öryggis bifreiða. Í þeirri prófun var reynt á fjóra þætti í hönnun bílsins, (vernd fyrir fullorðna farþega, börn, vegfarendur og hin ýmsu öryggiskerfi bílsins).


Hátt öryggisstig Tiguan má rekja til mikils stífleika í yfirbyggingu og samspili þess og öryggiskerfa bílsins. Tiguan var hannaður með léttleika í huga og  yfirbyggingin er gerð úr meðhöndluðu hástyrktarstáli sem veitir farþegum hámarksvernd í árekstrum.

Það sem einnig stuðlar að háu öryggisstigi bílsins er mikill öryggisbúnaður, þar á meðal ABS, ESP með hemlunaraðstoð, TCS, EDL með stöðugleikastýringu fyrir aftanívagn og EBC.


Að innan miðar hönnunin að samstillingu öryggisbúnaðar og farþega til að lágmarka skaða við árekstur. Staðalbúnaður við öll sæti eru þriggja punkta, stillanleg öryggisbelti. Í báðum framsætum og hliðarsætum að aftan er strekkjaravarnir í beltunum sem draga úr þrýstingi á brjóstkassa. Í framsætum eru ennfremur rafeindastýrðir beltastrekkjarar sem hámarka nýtingu á aflögunarsvæðinu við árekstur. Öryggispúðar að framan ásamt beltastrekkjurunum veita ökumanni og farþega í framsæti hámarksvernd við árekstur að framan.


Framsætin eru nýrrar gerðar og þau ásamt hnakkapúðunum eru sérstaklega hönnuð til að veita yfirgripsmikla vernd fyrir stoðkerfi líkamans við aftanákeyrslu.


Isofix festingar fyrir barnabílstóla eru staðalbúnaður í aftursætum. Innbyggðar í aftanverð sætisbökin eru loftpúðagardínur og hliðarloftpúðar sem stuðla að enn frekara öryggi Tiguan. Loftpúðakerfið í Tiguan virkjar beltastrekkjara bílsins og tengist jafnframt öðrum hlutum stjórnkerfis bílsins. Við óhapp kviknar til að mynda sjálfkrafa á neyðarljósunum, læstar dyr aflæsast, það kviknar á inniljósum og eldsneytisdælan hættir að starfa.


Vernd fyrir gangandi farþega var stór þáttur við hönnun Tiguan allt frá upphafi. Allir hlutir í framenda bílsins voru hannaðir með gangandi vegfarendur í huga. Sem dæmi má nefna sérþróaða, mjúka froðu innan við stuðarahlífina sem einkum er ætlað að draga úr alvarlegum meiðsum á fótleggjum.