Fara í efni

Volkswagen Tiguan sigrar í vali 4Wheel Fun.

Yfirgæfandi meirihluti lesenda 4Wheel Fun tímaritsins völdu Volkswagen Tiguan besta jeppann í kjöri sem tímaritið stóð fyrir. Nýi sportjeppinn frá Volkswagen höfðar þó ekki einvörðungu til lesenda tímaritsins heldur ekki síður kaupenda, eins og opinberar skráningatölur í Þýskalandi sýna. Tiguan hefur verið mestseldi fjórhjóladrifni bíllinn í Þýskalandi allar götur síðan í janúar 2008. Yfirgæfandi meirihluti lesenda 4Wheel Fun tímaritsins völdu Volkswagen Tiguan besta jeppann í kjöri sem tímaritið stóð fyrir. Nýi sportjeppinn frá Volkswagen höfðar þó ekki einvörðungu til lesenda tímaritsins heldur ekki síður kaupenda, eins og opinberar skráningatölur í Þýskalandi sýna. Tiguan hefur verið mestseldi fjórhjóladrifni bíllinn í Þýskalandi allar götur síðan í janúar 2008. Yfirgæfandi meirihluti lesenda 4Wheel Fun tímaritsins völdu Volkswagen Tiguan besta jeppann í kjöri sem tímaritið stóð fyrir. Nýi sportjeppinn frá Volkswagen höfðar þó ekki einvörðungu til lesenda tímaritsins heldur ekki síður kaupenda, eins og opinberar skráningatölur í Þýskalandi sýna. Tiguan hefur verið mestseldi fjórhjóladrifni bíllinn í Þýskalandi allar götur síðan í janúar 2008.

 

Yfir 6.000 lesendur 4Wheel Fun tímaritsins tóku þátt í vali á “Ofurstjörnunum 2008”. Þeir greiddu eftirlætisbílum sínum í sex flokkum atkvæði sitt. Tiguan varð sigurvegari í flokki millistærðarbíla og fékk samtals 25,7% allra atkvæða. Þessi litli bróðir Touareg hlaut því afgerandi kjör sem besti bíllinn í flokknum í ljósi þess að hann fékk næstum helmingi fleiri atkvæði en sá bíll sem næstflest atkvæði fékk. 

Tiguan hefur notið feykilegra vinsælda allt frá því hann kom á markað í nóvember á síðasta ári. Innan þriggja mánaða frá markaðssetningu hafði Tiguan náð forskoti á alla aðra keppinauta í þessum stærðarflokki þegar litið er á sölutölur. Vinsælasta útfærsla bílsins er “Sport & Style” sem tveir þriðju allra kaupenda hafa valið. Næstum 75% allra kaupenda pöntuðu bílinn með nýju TDI samrásardísilvélinni (common rail) sem er fáanleg í 140 og 170 hestafla útfærslum.

Komdu og reynsluaktu Volkswagen Tiguan í dag. Hann breytir öllu.